3358 tonna afli frá þremur togurum í júní.
Þá er lokalistin fyrir togaranna í júní komin á Aflafrettir.is
Mokveiði var hjá í það minnsta þeim þremur togurum sem efstir voru, því samtals lönduðu þeir 3358 tonnum og er þetta í fyrsta
skipti sem að 3 togarar fara yfir eitt þúsund tonn á einum mánuði,
Báðir togarar FISK á Sauðárkróki fóru yfir 1000 tonninn, Málmey SK og Drangey SK
Styðsti túrinn hjá Málmey SK var 132 tonn eftir 3 daga á veiðum eða 44 tonn á dag
hjá Drangey SK þá lentu þeir í mokveiði undir lok júní og komu í land með 238 tonn eftir aðeins 3 daga höfn í höfn, það eru um 79 tonn á dag
Björgúlfur EA flakkaði nokkuð mikið., landaði á Grundarfirði. ÍSafirði, Dalvík og Akureyri
besti túrinn hans var mjög stutt eða aðeins um tæpir 2 dagar eða um 40 klukkutstundir höfn í höfn og kom þá togarinn með 144 tonn í land
sem er vel yfir 70 tonn á dag
björgúlfur EA mynd Vigfús 'markússon