5 mín frá Noregi.
Ég segi oft að lesendur Aflafretta séu án nokkurns efa þeir allra bestu
oft á tíðum þá t.d þegar mér hefur vantað myndir af bátum þá hefur það ekki klikkað að ég fæ myndir stuttu eftir að viðkomandi frétt birtist
en þetta hefur aðalega verið af íslenskum lesendum,
Aflafrettir eru ansi vinsæl í Noregi og núna er í fyrsta skipti þar listar yfir bátanna þar. t.d togara, línubátar og netabáta,
núna fyrr í morgun þá var birtur listi yfir norsku netabátanna sem eru undir 14 metra löngum,
og þar kom í ljós að bátur sem heitir Nordhaug Senior var aflahæstur á listann með 46 tonní 5 róðrum á netum
enn mjög erfiðlega gekk að finna mynd af bátnum og gekk það svo illa að það var bara ekki ein einasta mynd til af bátnum,
og ég henti fram smá línu á ensku að enginn mynd væri til af bátnum,
enn viti menn, ekki voru liðnar 5 mínuntur frá því listinn birtist
að ég fékk sendar myndir frá Noregi af bátnum.
alveg magnað. og já ég segi það áfram. lesendur Aflafretta eru frábærir og núna hafa Norðmenn bæst í þennan frábæra hóp
Það má bæta við að þessi bátur er búinn að vera í eigu sama útgerðarmanns síðan árið 1980 og hefur haldið sama nafni og útlíti í 40 ár
Nordhaug Senior Mynd Stein Viggo Solhaug