Risaróður hjá Stamsundværing N-72-VV
Veiðin hjá netabátunum núna á vertíðinni í Noregi hefur verið nokku góð,
mjög margir bátar eru á netum enn þeir eru nokkur hundruð bátanna og mjög margir þeirra er undir 11 metrum af stærð
ansi margir bátar eru í kringum 14,99 metra langir og einn af þeim er Stamsundværing N-72-VV sem var smíðaður árið 2001.
núna á vertíðinni þá hefur báturinn fiskað 651 tonn frá 1.janúar og þár af þrisvar komið með meira enn 20 tonn í land
það er nú fullfermi hjá bátnum, enn risaróður kom núna 17.apríl
því þá kom báturinn með í land 29,2 tonn eftir sem fengust í 4 trossur.
eins og sést á myndunum þá var báturinn gjörsamlega drekkhlaðinn og smekkfullur af fiski,
næst stærsti túrinn hjá bátnum er 22,4 tonn í einni löndun
Núna í apríl þá hefur báturinn landað alls 287 tonnum í 22 róðrum eða 13,1 tonn í róðri
![](/static/uploads/imgs/178084505_453949965718423_7554746247388811984_n.jpg)
![](/static/uploads/imgs/175429018_290044806076299_2483914771459404629_n.jpg)
![](/static/uploads/imgs/176481748_320411206263671_5599833127574514295_n.jpg)
![](/static/uploads/imgs/175671699_1135400530255539_3195217171921091166_n.jpg)
Myndir Asgeir Hoddevik