3 skip í Noregi með 237 þúsund tonna afla.

Jæja þá eru Aflafrettir.is komnar með allar aflatölur um alla báta í Noregi.,


og það er enginn smá listi,

mun fara nánar í hann seinna,

enn aflahæstu skipin í Noregi eru nú enginn smásmíði.

þau voru 3 talsins og samtals veiddu þau um 237 þúsund tonn af afla

þetta voru skipin

Antarctic Sea N-75-VV sem er um 134 metra langt

Saga Sea N-301-VV sem er 84 metra langt

og Antarctic Endurance N-130-VV sem er 130 metra langt og er nýtt skip.  var smiðað árið 2018 og hóf veiðar árið 2019.

öll þessi skip komu reyndar aldrei til Noregs til þess að landa

Þau lönduðu öll í Uruguay sem er svo til eins langt frá Noregi og ÍSlandi og hægt er.  í um 15 þúsund km fjarlægð

 Hvað voru þeir að veiða

 Jú þeir voru að veiða við Suðurskautslandið mjög litla tengund sem heitir Krill og er þetta tegund af sama stofni og rækja bara miklu minna

krill er að mestu notaður í fóður fyrir fiskeldi og í beitu fyrir stangaveiðimenn,  ekki mikið er um að fólk borði þetta nema í japan,

þó er þetta mikil fæða fyrir alls konar aðrar sjávarlífverur.

Antarctic Sea var aflahæstur með yfir 100 þúsund tonna afla eða 105500 tonn

Saga SEa var með 91 þúsund tonn

og nýjasta skipið var með 40 þúsund tonn


Antatctic Endurance mynd Ultrabarqueros