Aflahæsti togarinn á þessari öld, Kleifaberg RE, kveður.

í mars árið 1974 þá kom til landsins togarinn Engey RE 1,  þessi togari var einn af nokkrum togurum sem voru smíðaðir í Póllandi


og mátti kalla þá stóru pólverjanna til aðgreiningar frá Minni Pólsku togurunum sem komu nokkru seinna, sem voru Klakkur VE,  Bjarni ´Herjólfsson ÁR og Ólafur Jónsson GK.

Þessir togarar stóru pólsku togarnir voru nokkuð sérstakir aðalega þó fyrir einn hlut enn það var að aðalvélin var fremst í skipinu enn ekki aftarlega eins og 

í flestum togurunum.  

Tíminn leið áfram og Engey RE var síðan seld  árið 1998 til Ólafsfjarðar og fékk þar nafnið Kleifaberg ÓF 2.

Var því togarinn með nafnið Engey RE í 24 ár.

Togarinn er búinn að vera með þessu nafni Kleifaberg RE í 22 ár og kom núna á mánudaginn síðastliðinn úr síðustu veiðiferðinni 

Öll áhöfn skipsins nema einn, mun fara yfir á Guðmund í Nesi RE sem er mun nýrra skip og nokkru stærra og er í eigu útgerðarfélags Reykjavíkur.

Kleifaberg RE þrátt fyrir að vera elsti frystitogari Íslands þá hefur hann gert feikilega góða hluti og fiskað yfir 10.000 tonn á ári 

síðustu 7 ár,  enn togarinn  náði fyrst að veiða yfir 10.000 tonn árið 2013, og reyndar varð aflinn árið 2012 um 9800 tonn,

Aflinn hjá Kleifabergi RE þessa öld eða frá 1.janúar árið 2000 til lokalöndunar er alls um 168 þúsund tonn

og enginn Íslenskur togari hefur veitt nafn mikið og Kleifaberg RE á þessari öld.

Aflaverðmæti skipsins þessa öld eru um 60 milljarðar króna svona áætlað.

Kleifaberg RE hefur alla tíð haldið sig við að veiða botnfisk enn  landaði þó 179 tonnum af makríl í júlí 2010 

og 512 tonn af makríl í lok júlí og byrjun ágúst árið 2011

í alls 9 skipti hefur Kleifaberg RE komist yfir 1000 tonn í löndun á þessari öld,

gamalt skip,  en um borð í Kleifaberg RE hefur verið hörkuduglegur mannskapur og eins og Víðir Jónsson skipstjóri hefur sagt

að allur þessu árangur skipsiins hefði aldrei náðst nema með þessari frábæru áhöfn sem á Kleifabergi RE hefur verið undanfarin ár.


Kleifaberg RE mynd Markús Karl Valsson