Álfur SH, minnsti báturinn með metafla

Þá eru svo til flestir listann fyrir október komnir á síðuna nema örfáir,


ansi margt merkilegt á listunum og lokalistinn sem var að koma fyrir bátanna yfir 15 BT er nokkuð merkilegur,

fyrir það fyrsta þá komust aðeins 2 bátar yfir 100 tonnin þar sem að Otur II ÍS var aflahæstur,

en það sem kemur kanski mest á óvart er að minnsti báturinn sem er á þessum lista,  og miðast þessi lista við báta sem frá 13 tonnum og að 15 tonn

Minnsti báturinn á þessum lista Álfur SH átti nefnilega ansi góðan endasprett ef þannig má að orði komast og  kom með 19,3 tonní 3 róðrum og þar af 7,1 tonn í einni löndun og fór með því úr sæti númer 14 og alla leið í sæti númer fimm,

Þetta er nokkuð merkilegt því að Álfur SH var búin að vera að hanga í þetta sætum 14 til 19 svo til alla listanna í október.  og var t.d 2 lista í sæti númer 15,

á lista númer 6 þá var báturinn í sæti númer 14 en landaði eins og áður segir 19,3 tonnum í 3 róðrum og komst með þeim afla í 5 sætið,

og það sem meira er að þessi afli 90,3 tonn er mesti afli sem að Álfur SH hefur náð frá því að báturinn byrjaði að róa á línu, 

Álfur SH er í eigu útgerðarfélagsins Álfs í Ólafsvík og er núna með um 300 tonna kvóta eftir millifærslur frá öðrum bátum, og er báturinn 13,12 tonn að stærð og því minnsti báturinn sem er á þessum lista, bátar að 15 tonn.


Álfur SH mynd Alfons Finnson