Allir vissu hver Dóri á Freyju GK var

Þegar litið er yfir söguna og sérstaklega varðandi línuveiðar þá kemur í ljós að vestfirðingar bera höfuð og herðar í þeim veiðiskap.  þar hafa bátar stundað þær veiðar í mörg ár og margir skipstjórar sem í dag eru á sjó eiga rætur að rekja til línuveiða báta frá Vestfjörðum.


Línuveiðar voru jú stundaðar útum allt land líka, enn iðulega þá var það þannig að línubátarnir byrjuðu að róa sirka í september/október og réru kanski fram í febrúar og skiptu þá yfir á netin,

Allir nema örfáir skipstjórar og er þá verið að horfa á stærri bátanna,

allir vita hver Dóri á Freyju er
Strax koma í hugan tveir bátar. Sigurjón Arnlaugsson HF  og Freyja GK.  á Freyju var Halldór Þórðarsson skipstjóri og útgerðarmaður og gerði hann út alls um 6 báta sem allir hétu Freyju GK nafninu.  SEgja má að allir suðurnesjamenn og víðar vissu hver Dóri á Freyjunni var.  

Fálkaorðan
Það má geta þess að árið 1996 þá fékk Halldór Þórðarson fálkaorðuna fyrir sjósókn.  

Dóri á Freyju GK eins og hann var alltaf kallaður var feikilega fiskinn línumaður og öfugt við alla stóru bátanna bæði á svæðinu frá Vestfjörðum og að suðurnesjunum og austur um þá fór hann ekki yfir á netin heldur hétl sig við línunna ár eftir ár .  

og hann fiskaði feikilega vel

hérna er eitt dæmi um hversu vel gekk hjá honum,

hérna er mars árið 1982.  

þá landaði Freyja GK öllum afla sínum í Grindavík og var aflanum ekið í Garð þar sem hann var unnin hjá Karl Njálssyni.
þarna var Freyja GK að nota balalínu og réri með iðulega um 90 til 100 bala í hver sinn og var 400 krókar í hverjum bala.  

það gekk feikilega vel í mars árið 1982 
vika eitt. frá 1. til 6 mars.  landaði alls 51,5 tonn og mest 24,7 tonn.  

vika 2.  frá 7 til 13 
afli alls 65,5 tonn í 4 róðrum og stærsti róður 28,8 tonn. það gerir um 300 kíló á bala miðað við 95 bala,

vika. 3. frá 14 til 20
gekk ansi vel.  aflinn 68,4 tonn í aðeins 3 róðrum eða 22,8 tonn í róðri,

Vika 4. frá 21 til 27 mars,
aflin alls 49,1 tonn í 3 róðrum og mest 21,3 tonn í einni löndun 

og lokavikan.  sem var bara 4 dagar.  
30,2 tonn í 2 róðrum og þar af 14 tonn sem fékkst eftir einn dag á veiðum og var þá róið með 45 bala.  eða um 311 kíló á bala,

Alls gerði því þessi mánuður 265 tonn í 15 róðrum 


Freyja GK mynd Vigfús Markússon

comments powered by Disqus