Atlantic M-19-A með mesta aflaverðmæti línubáta í Noregi

Kanski er það eins að bera saman epli og appelsínur að bera saman Íslensku línubátanna sem allir eru að veiða í ís og landa til vinnslu


og að bera þá saman við Norsku línubátana, í það minnsta stóru norsku línubátanna því þeir allir heilfrysta aflann um borð,

engur að síður er áhugavert að skoða hvernig þeim gekk árið 2019,

Hæstu 4 skipin

Atlantic M-19-A var með mesta aflaverðmætið af línubátunum í Noregi árið 2019,

Báturinn fiskaði alls 4578 tonn að verðmæti 1,48 milljarðar króna eða 324 krónur í meðalverð,

næstur á eftir honum var Geir II M-12-H 

hann var með 4362 tonn og 1,32 milljarða eða 303 krónur í meðalverð,

númer 3 var Veidar M-1-G sem var með 4536 tonn að verðmæti 1,21 milljarður eða 267 krónur í meðalverð,

það má geta þess að gamli Veidar heitir  í dag Þórsnes SH

Númer 4 var Österfjord sem var með 4087 tonn að verðmæti 1,21 milljarður eða 296 krónur í meðalverð,

 Nýr Atlantic

 Það má bæta við að Atlantic sem var gerður út árið 2019 hefur nú verið seldur, en hann var í eigu Atlantic Longline As í Álasundi,

var hann í eigu þeirra í 15 ár,

Gamli báturinn var smíðaður árið 1008 og er 44,8 metra langur og 10,5 metra breiður

sá bátur var seldur til Færeyja og heitir þar núna  Jógvan I.  

Útgerðin er búinn að fá nýjan Atlantic og er hann Atlantic M-1-A og er einn stærsti línubátur sem smíðaður hefur verið,

nýi báturinn er 64 metra langur  og 14 metra breiður.  mælist 2816 tonn og er með 1950 hestafla aðalvél

sömuleiðis er báturinn þannig útbúinn að hægt er að sigla honum með rafmagni 

um borð í bátnum er gríðarlega mikið beitningakerfi því kerfið er Mustad og er 72 þúsund krókaAtlantic M-19-A mynd Magnar Lyngstad


Nýi Atlantic Mynd Magnar Lyngstad