Endalok Fiskimjölsvinnslu á Suðurnesjum


Á sínum tíma þá voru loðnubræðslur í Grindavík.  Sandgerði,  Keflavík og seinna meir í Helguvík.
Bræðslan í Keflavík lokaði fyrst af þessum, enn bræðslunar eða fiskimjölsverksmiðjunar í Sandgerði og Grindavík lokuðu á svipuðum tíma,
Reyndar þá var það þannig að í Sandgerði þá var Njörður HF sem rak fiskimjölsvinnsluna þar, var selt til fyrirtækis sem hét Snæfell Ehf á Dalvík.  Snæfell lauk við að smíða nýja fiskimjölsverksmiðju enn síðan var það selt 
og hver keypti. jú Síldarvinnslan í Neskaupstað.  árið 2001 þá var ákveðið að loka verksmiðjunni í Sandgerði,
í Grindavík þá keypti Samherji vinnslu Fiskimjöls og lýsis árið 1997, sem er nokkuð merkilegt því að árið 1997 þá var Fiskimjölsverksmiðja Njarðar í Sandgerði selt líka,
Samherji endurbyggði mikið vinnsluna í Grindavík, árið 2005 þá kom upp stórbruni í þeirri verksmiðju og lauk þar með fiskimjölsverksmiðju í Grindavík,
eftir stóð semsé fiskimjölsverksmiðjan í Helguvík sem var og hefur verið rekin af Síldarvinnslunni og eins og fréttir að neðan ber með sér þá er því lokið
þetta þýðir að enginn fiskimjölsverksmiðja verður á Suðurnesjunum


 Hérna að neðan er fréttatilkyning frá Síldarvinnslunni


      Síldarvinnslan hf. hefur ákveðið að hætta starfsemi fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík.  Verksmiðjan hefur verið starfrækt frá árinu 1997. Móttöku hráefnis verður hætt að lokinni loðnuvertíð, en reyndar er fullkomin óvissa um hvort af þeirri vertíð verði.
                Áformin um lokun verksmiðjunnar voru kynnt starfsfólki í dag og voru þau einnig kynnt fulltrúum Reykjanesbæjar og öðrum hlutaðeigandi. Lokun verksmiðjunnar hefur í för með sér uppsögn sex starfsmanna en að auki hefur hún áhrif á ýmis verktaka- og þjónustufyrirtæki. Síldarvinnslan vonast til að önnur uppbygging á Suðurnesjum komi í veg fyrir að lokun verksmiðjunnar hafi þar alvarleg áhrif.
                Ástæða lokunarinnar er einfaldlega sú að rekstur verksmiðjunnar stendur ekki undir sér. Helsta ástæðan er síminnkandi hráefni til fiskimjölsverksmiðja, hækkandi kostnaður og auknar kröfur sem kalla á öflugar einingar og aukna hagræðingu. Uppistaða þess hráefnis sem borist hefur til verksmiðjunnar í Helguvík er loðna og hefur nýting verksmiðjunnar farið síminnkandi undanfarin ár. Óvissa um reksturinn hefur farið vaxandi vegna minnkandi loðnukvóta og mikillar óvissu um loðnuveiðar.
                Myndin hér fyrir neðan sýnir hvernig hráefni til fiskimjölsverksmiðja á Íslandi hefur þróast sl. 27 ár. Á henni sést hve mjög það hefur dregist saman á sl. 10 árum og vart er hægt að gera ráð fyrir að sú þróun breytist, ekki síst vegna mjög aukinnar áherslu á manneldisvinnslu.
                Eins og myndin ber með sér hefur orðið mikill samdráttur í hráefni til mjöl- og lýsisframleiðslu.  Gera má ráð fyrir frekari samdrætti í fiskimjölsiðnaðinum hér á landi.   Nú eru starfræktar 11 fiskimjölsverksmiðjur á Íslandi en til dæmis í Danmörku eru þær þrjár og taka þær á móti 800 þúsund tonnum á ári til vinnslu.
                Hafist verður  handa við að ganga frá verksmiðjunni og svæðinu  í Helguvík í samráði við hlutaðeigandi yfirvöld. Unnið verður að því að koma búnaði og fasteignum í sölu og notkun.
 Fasteignir verksmiðjunnar í Helguvík geta nýst með ýmsum hætti og ekkert því til fyrirstöðu að þær gagnist samfélaginu vel.Helguvík Mynd vf.is