Finnbjörn ÍS komin á gamlar slóðir

Dragnótabáturinn Farsæll GK er suðurnesjamönnum mjög vel kunnugur og þá sérstaklega Grindvíkingum,

Farsæll GK var gerður út frá Grindavík í hátt í 30 ár og var Grétar Þorgeirsson og faðir hans skipstjórar á bátnum allan tíman,

Báturinn var seldur til Bolungarvíkur fyrir nokkrum árum síðan og fékk þar nafnið Finnbjörn ÍS.

undir því  nafni hefur bátnum verið breytt aðeins og voru þær breytingar framkvæmdar í Skipasmíðastöð *Njarðvíkur,

Sjá má myndir af því hérna neðst í þessari færslu

Báturinn hefur hingað til verið að róa frá Bolungarvík og landað á fiskmarkaði.  

Fiskvinnsla í Keflavík hefur að mestu keypt aflann af þeim,

Núna er báturinn kominn á gömul mið því báturinn er að róa frá Sandgerði og mun verða í Sandgerði hluta af vertíðinni.

Aflinn af bátnum mun fara í fiskvinnsluna í keflavík.  

Nokkuð vel hefur gengið hjá þeim en Finnbjörn ÍS er búinn að fara í 3 róðra og landa um 40 tonnum í þeim róðrum,


 Því má segja að báturinn sé kominn á gamlar slóðir og má geta þess að Grétar sem var skipstjóri á bátnum í mörg ár

þegar að báturinn hét Farsæll GK hringdi í Ella Bjössa skipstjóra á Finnbirni ÍS og óskaði honum til  hamingju með að vera kominn suður.

Myndi Gísli Reynisson í mars.2020
Myndi Gísli Reynisson árið 2018