Fiskverkunin Hrói hf í Ólafsvík.

Í Ólafsvík á þessum árum frá 1980 og til sirkfa 1990 þá voru nokkrar stórar fiskvinnslur, t.d Hraðfrystihús Ólafsvíkur, STakkholt og Hrói HF


Víglundur
Hrói hf var mjög stórt fiskvinnsla og var í eigu Víglundar Jónssonar.  Hann stofnaði Hróa hf árið 1947 og var fyrirtækið Hrói hf með stærstu saltfiskverkunum á Íslandi,

Víglundur var meðal annars hvatamaður af því að togarinn Már SH kom til Ólafsvíkur en hann kom þangað árið 1980, og stofnaði Víglundur fyrirtækið Útver hf í hlutafélagi

við fleiri aðila á Ólafsvík.  

Víglundur lést árið 1994 og kona hans Kristjana lést árið 1986.  Saga Víglundar má segja að sé saga Ólafsvíkur líka og seinna verður því gerð betri skil hérna.

 Mars
En við skulum skoða þetta fyrirtæki Hróa HF og séstaklega í Mars árið 1983.

Því segja má að það magn af  fiski sem að Hrói tók á móti í mars árið 1983 var langmesta sem fyrirtæki á Snæfellsnesinu tók á móti á einum mánuði.

Alls lönduðu 10 bátar  hjá Hróa í mars og alls lönduðu þeir 1600 tonnum sem fór til Hróa í mars 1983.

Bátarnir sem voru þarna voru,

Sigþór ÞH sem var með 227 tonní 25 róðrum og mest 26,3 tonn í einni löndun,

Fróði SH sem Hrói HF átti og gerði út, var með 195 tonn í 23 róðrum og mest 24,3 tonn,

Bervík SH var með 152 tonní 22 og mest 11,9 tonn,

Skálavík SH var með 132 tonní 18 og mest 11 tonn,

Kristbjörg ÞH var með 140 tonní 22 og mest 15,4 tonn,

Geiri Péturs ÞH var með 160 tonn í 13 og mest 26 tonn,

Hugborg SH sem var minnsti báturinn var með 74 tonní 17 og mest 16,3 tonn,

Jón Halldórsson RE var með 219 tonní 22 og mest 23 tonn,

Lómur SH 176 tonní 20 og mest 14 tonn,

Sæbörg ÞH var með 119 tonní 19 og mest 18,9 tonn,

Eins og sést þá voru mjög margir bátar frá Húsavík þarna að landa því þeir eru alls fjórir bátanna


Fróði SH mynd Kristján G Guðmundsson