Fullfermi hjá Fiskines KE á handfærin.


Núna er handfæratímabilið að komast í gang, og  handfærabátunum fer að fjölga dag frá degi,

ansi margir bátar koma iðulega á miðin útaf garðskaga og meðfram og að Stafnesi, og er ansi oft mikill fjöldi báta

þar sem koma þá svo til allir til Sandgerði til löndunar,

núna um daginn þegar loksins gaf á sjóinn fyrir minni bátanna þá fóru ansi margar handfærabátar á sjóinn

og flestir fóru suður frá Sandgerði og voru að veiðum skammt útaf Hvalsnesi,

Skipstjórinn á Fiskinesi KE fór aftur á móti norður frá Sandgerði og var við veiðar svo til útaf golfvellinum í Sandgerði 

og hann lenti þar í óvæntri mokveiði, því að báturinn kom í land með öll kör og kassa smekk full af fiski.

eins og sést á myndunum þá var báturinn ansi vel siginn,

að sögn skipstjórans þá taldi hann um 3 tonn vera í bátnum og að hans sögn var það fullur bátur, en ekkert laust var í bátnum

þess má geta að deginum eftir þá fóru margir handfærabátar frá Sanderði á sömu slóðir og Fiskines KE fékk þennan afla

og fiskuðu þeir nokkuð vel þar.


Aflafrettir biðajst afsökunar á því að ég gleymdi að taka niður nafnið á skipstjóranum á bátnum.  


Fiskines KE myndir Gísli reynisson