Fullfermistúrarnir byrjaðir hjá Kaldbaki EA og Engey RE

Það eru komnir fimm nýir togarar til landsins og af þeim þá eru tveir byrjaðir veiðum.  Engey RE og Kaldbakur EA;


Engey RE kom fyrstur af þessum skipum enn mikil seinkun var á fyrstu veiðiferð skipsins og aðalega útaf lestinni í togaranum sem er mannlaus og sjálfvirk.  þetta þýddi að Kaldbakur EA var á undan á veiðar,

Áhafnir beggja skipanna eru greinilega búinn að læra betur og betur á nýtt skip því að báðir togarnir hafa komið með fullfermi í land núna snemma  í október.  

Þó að Kaldbakur EA hafi komið með mun stærri löndun,

Kaldbakur EA var að mokveiða kom í land með 208,5 tonn eftir aðeins 4 daga á veiðum og gerir það um 52 tonn á dag.  af þessum afla þá var þorskur 196 tonn,

Engey RE kom líka með stóra löndun þótt það væri ekki eins stórt og hjá Kaldbaki EA.

Engey RE kom með 186 tonn sem fékkst eftir 6 daga á veiðum eða 31 tonn á dag,

af þessum afla þá var þorskur 112 tonn,


Kaldbakur EA mynd Guðmundur St Valdimarsson


Engey RE mynd Brynjar Arnarsson

comments powered by Disqus