Gamli Valbjörn ÍS orðinn ansi flottur.

Það var greint frá því hérna á Aflafrettir að fyrrum Þór Pétursson GK og síðar Helgi SH hafi verið seldur og er báturinn núna kominn með nafnið 


Tindur ÍS skráður á Flateyri.

Fyrir átti fyrirtækið sem keypti Helga SH annan bát fyrir og sá bátur hét Tindur ÁR

núna hefur sá bátur fengið nafnið Drangur ÁR 307 og er hann búinn að vera á mikilli yfirhalningu í slippnum í Njarðvík

og óhætt er að segja að hann sé orðin glæsilegur,

Þessi bátur sem á sér sögu í Njarðvík, en báturinn var smíðaður ´í Njarðvík af vélsmiðjunni Hörður hf og hét fyrst Haukur Böðvarsson ÍS 

er orðinn ansi glæsilegur í dag , mun báturinn verða upp í slippnum fram í júlí og fer þá á flot

og hérna að neðan má sjá mynd af honum þegar hann hét Valbjörn ÍS 

og síðan  að neðan nýja mynd af bátnum undir nafninu Drangur ÁR Tindur ÁR mynd Sigurður Bergþórsson


Drangúr ÁR áður Tindur ÁR í slippnum í Njarðvík.  Mynd Svenni.