Góð ufsaveiði hjá Huldu HF

Núna er frekar rólegt um að lítast í höfnum á Suðurnesjunum.  bátunum fækkar og fækkar. 3 dragnótbátar farnir.


Þeir bátar sem eru eftir t.d í Sandgerði og Grindavík fyrir utan stóru línubátanna í Grindavík og trollbátanna Áskel EA og Vörð EA eru handfærabátarnir,

Á svæðinu í kringum Eldey þá hefur oft fiskast ansi vel af ufsa á handfæri og þeir handfærabáta sem hafa lagt sig eftir ufsanum hafa oft fengið ansi góðan afla.  t.d má nefna Ragnar Alfreðs GK sem fiskaði mjög vel af honum á færunum fyrir nokkrum árum síðan,

Núna er Hulda HF kominn á þessar veiðar og verður að segjast að þær ganga feikilega vel,

báturinn byrjaði veiðar snemma í júni og hefur landað alls þrisvar alls 20,6 tonnum eða 6,7 tonn í róðri,

stærsti túrinn var 8,7 tonn og af þeim afla þá var ufsi 8,4 tonn.  

Af þessum 20 tonna afla þá er Hulda HF kominn með um 17 tonn af ufsa.


Hulda HF Mynd Jón Steinar Sæmundsson

comments powered by Disqus