Hafnir Bakkafjarðar, rústir og nýtt

Er staddur við Bakkafjörð núna og leit við á höfnina sem er neðan við bæinn,  hún er rústir einar í dag enda ónothæf með öllu,


ný höfn er aðeins innar frá bænum og nokkuð merkilegt er að það var verktakafyrirtæki frá Suðurnesjunum Ellert Skúlason sem sprengdi fyrir og gerði höfnina,

gamla höfnin sem er neðan við bæinn og rústir einar  var byggð um 1960 enn þá hafði verið reist síldarverksmiðja sem gekk frekar illa 
 
og varð gjaldþrota 1966, hét hún Sandvík hf

Hérna á Aflafrettir hafa ansi oft verið skrifaðar gamlar fréttir um aflabrögð frá báta frá Bakkafirði, enn í gegnum tíðina

þá hafa ansi margir bátar verið gerðir þaðan út ,og í dag þá er frá Bakkafirði gerður út smábátur sem heitir  Gullbrandur NS

Þessi bátur er einn af örfáum smábátum á Íslandi sem hefur haldið sama nafni sínu í yfir 30 ár, 


Hafnaraðstæður á Bakkafirði voru framan af mjög erfiðar enda klettar í sjó fram og mjög erfitt fyrir stóra báta að róa þaðan,  

Þeir hafa ekki verið margir stórir bátar þaðan, enn þeir helstu voru Halldór Runólfsson NS , Fálkinn NS og Már NS; sem allir voru afturbyggðir stálbátar

smíðaðir í Bátalóni í Hafnarfirði.  , 

Halldór Runólfsson NS endaði sem Faxi RE og var rifinn í Njarðvíkurslipp núna í janúar 2021, hafði þá báturinn ekki landað fisk síðan árið 2006, enn hét lengi vel

Berghildur SK og réri frá Hofsósi

Fálkinn NS er í dag Vonin KE 10 og er í eigu Köfunarþjónustu Sigurðar, enn báturinn er orðin fallega gulur á litinn,  landaði síðast fiski árið 2011, þá beitukóngi,

Már NS er í dag Sævar KE og hefur stundað netaveiðar nokkuð lengi frá Suðurnesjunum hét lengi vel Hafborg KE

Aðrir stærri bátar eru t.d Byr NS  sem var um 30 tonna eikarbátur, og á ég ansi flottar aflatölur um þann bát sem ég mun birta einn daginn,

Þorkell BJörn NS 123 sem stundaði dragnótaveiðar og var um 20 tonna eikarbátur,

Seifur NS enn hann sökk í höfninni eftir að hafa slitnað upp frá legufærum enn léleg hafnaraðstaða á Bakkafirði gerði það að verkum að stærri bátar

gátu ekki legið við bryggju þegar að veður voru slæm.  áður höfðu bátar skemmst við bryggjuna, enn Seifur NS var stærsti báturinn sem sökk. var þetta mikið áfall fyrir 

Bakkfirðinga því að báturinn landaði þá um 25%  af heildarafla staðarins,

og síðan er það stærsti báturinn sem hefur róið þaðan og hét sá bátur Sjöfn II NS 123

sá bátur átt sér nokkuð langa sögu frá Bakkafirði og á Aflafrettir hefur verið skrifað um bátinn.


Um Sjöfn NS eins og alla hina bátanna sem hafa verið gerðir út frá Bakkafirði eiga Aflafrettir aflatölur um og þær munu birtast hérna af og til á þessari síðu

Sjöfn II NS var seldur árið 1996, enn nafnið Sjöfn átti þó eftir að koma aftur á Bakkafjörð því að árið 2001
 
kom nýsmíðaður plastbátur til Bakkafjarðar sem hét Sjöfn NS og var sá bátur gerður út þaðan til 2006 enn var síðan seldur út til Noregs 2010

Núna eru 24 bátar skráðir frá Bakkafirði og allt eru það plastbátar nema Finni NS sem er stálbátur og stærsti báturinn sem er skráður frá Bakkafirði,

Helst eru það smábátar sem landa á Bakkafirði enn þó hafa komið þangað stærri línubátar eins og t.d Háey II ÞH og Sandfell SU

árið 2020 þá komu á land á Bakkafirði um 2200 tonna af fiski og var ansi mikið af grásleppu í þeim afla
Myndir Gísli Reynisson 


Gullbrandur NS Mynd Víðir Már Hermannsson


Seifur NS sokkinn í Bakkafjarðarhöfn Mynd Víðir Már Hermannsson


Finni NS Mynd Þorgeir Baldursson