Hafrún HU, Eitt kast. báturinn fullur af þorski

Þeir eru mismundaði dragnótabátarnir sem stunda veiðar hérna við landið.  allt frá því að vera pínulitlir eins og Tjálfi SU og upp í það að vera stórir eins og t.d Steinunn SH og Hvanney SF.  

Sömuleiðis þá er aldur bátanna mjög mismunandi.  flestir bátanna er í kringum 30 ára gamli, en þó eru allavega tveir bátar sem mætti kalla öldunganna í þessum flokki báta,


Tveir elstu bátarnir sem stunda dragnótaveiðar hérna við landið eru Grímsey ST sem er smíðaður árið 1955 og Hafrún HU sem er smíðaður árið 1956.   Grímsey ST orðin 64 ára gamall og Hafrún HU 63 ára gamall bátur,

Hafrún HU á langa sögu í útgerð frá Skagaströnd og þrátt fyrir þennan mikla aldur þá er bátnum vel við haldið og gengur vel útgerð bátsins,

Hafrún HU er ekki nema um 21 meters langur og  mælist um 53 BT.  

Stærri dragnótabátarnir hafa oft náð yfir 20 tonnum í haldi, en Jóhann skipstjóri á Hafrúnu HU lenti heldur betur í mokveiði í lok mars,

þeir fóru á hefbundið snurvoðasvæði í austanverðum Húnaflóa köstuðu eitt kast     og ekkert meira þann dag,

því að í þessu eina kasti voru 27,6 tonn af þorski allt boltaþorskur,

risakast hjá ekki stærri báti en Hafrún HU er

Jóhann sagði að þeir byrjuðu að hífa klukkan 0930 og komu í land kl 1530.allur aflinn komst í kör í lestinni auk þess voru nokkur kör á dekkinu,

það má geta þess að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem að Hafrún HU nær svona stóru kasti, því að Aflafrettir skrifuður frétt um Hafrúnu HU í apríl árið 2014,

en þá kom Hafrún HU  með 28 tonn í land í einni löndun og af því þá var 25 tonna kast.
Halið stóra. 


Komið í land með fullfermi. Myndi Jóhann Guðbjartur Sigurjónsson