Helgi SH seldur

Það er mikið búið að vera í gangi varðandi endurnýjum togveiðiflotans,


7 ný togskip komu til landsins í fyrra og fór 2  þeirra til Vestmannaeyja og 2 til Gjögurs á Grenivík,

samhliða því þá voru seldir til Grundarfjarðar 2 togbátar.  

Bergey VE fór til Grundarfjarðar og fékk þar nafnið Runólfur SH 135 

Áskell EA fór líka til Grundarfjarðar og fékk þar nafnið Farsæll SH 30

Vörður EA fór til Grundarfjarðar og fékk þar nafnið Sigurborg SH 12

Sigurborg SH og FArsæll SH komu í staðinn fyrir báta sem hétu sama nafni

enn Runólfur SH hann kom í staðinn fyrir bát sem bar nafnið Helgi SH.

Helgi SH var smíðaður á Ísafirði árið 1989 og hét fyrst Þór Pétursson ÞH og síðan Þór Pétursson GK 

ansi góður bátur og eigandinn af Aflafrettir þekkir Helga SH nokkuð vel því hann var á sjó á honum 

þegar að báturinn hét Þór Pétursson GK

núna hefur Helgi SH verið seldur til Auora Seafood og hefur báturinn fengið nafnið Tindur ÍS 235 og heimahöfn á Flateyri,

Gert er ráð fyrir að báturinn muni stunda sæbjúguveiðar enn líka mun bátuirnn veiða byggðakvóta til vinnslu á Flateyri.

Fyrirtækið á fyrir bát sem heitir Tindur ÁR og er sá bátur núna í slippnum í Njarðvík þar sem verið er að laga hann aðeins til

meðal annars skipta um lit á bátnum,

Myndir Gísli Reynisson