Hoffell SU með sinn þriðja fullfermistúr við Írland

Ekki er nú hægt að segja að árið 2020 sé gott fyrir uppsjávarskipin.


ennþá eru nokkur skip ekki ennþá búinn að landa einu grammi af fiski, og önnur loðnuvertíðin er að baki þar sem ekki mátti veiða eitt stykki,

Aftur á móti þá hafa nokkur skip farið á kolmunaveiðar og reyndar hefur veður verið skelfilegt og erfitt að veiða 

enda endalausar brælur

eitt af þeim skipum sem voru fyrst til þess að koma með kolmuna til löndunar var Hoffell SU og núna er Hoffell SU á landleið 

með fullfermi um 1650 tonn og er þá aflinn hjá skipinu kominn í um 6700 tonn og er heldur þá Hoffell SU toppsætinu sem aflahæsta kolmunaskipið 

og er þetta fimmti túrinn hjá Hoffelli SU og að auki er þetta þriðji fullfermistúrinn hjá þeim sem veitt er utan við lögsögu Írlands.  

 nokkuð löng sigling er til ÍSlands eða um 800 sjómílur

nokkuð merkilegt því að Hoffell SU er líklegast minnsta uppsjávarskipið sem stundar þessar veiðar.


Hoffell SU mynd frá þeim


Hoffell SU mynd Loðnuvinnslan