Línuveiðar á Sólfara AKEins og kemur aðeins fram í pistlinum um Önnu AK sem kom á Aflafrettir.is núna í dag þá var mikil útgerð á sínum tíma frá Akranesi.  bæði margir togarar og stórir stálbátar,

einn af þeim bátum sem átti sér nokkuð langa sögu á Akranesi 

 Sólfari AK
var báturinn Sólfari AK sem var gerður út frá Akranesi í 10 ár,

Sólfari AK lagði upp hjá Haferni á Akranesi.

Ólíkt öðrum bátum á Akranesi sem fóru á síldveiðar um haustið þá fór Sólfari AK ekki á síldveiðar en stundaði þess í stað línuveiðar frá Akranesi um haustið,

við ætlum einmitt að kíkja aðeins á aflatölur um Sólfara um haustið 1983.

þess má geta áður enn það fer að vertíðin 1983 sem var ekkert sérstök þá var aflinn hjá Sólfara AK 436 tonn í 60 róðrum ,

 Október
Sólfari AK hóf línuveiðar í október 1983 og landaði þá 25,5 tonn í 10 róðrum .  ekki hár meðalafli aðeins 2,5 tonn,

 Nóvember
 Nóvember var aðeins skárri, og landaði þá Sólfari AK 52,4 tonn í 10 róðrum eða 5,3 tonn í róðri,

stærsta löndunin 8,1 tonn,

Hérna að neðan má sjá töflu yfir aflann per dag í November 1983

Dagur afli
3 2,4
5 1,0
9 6,5
11 5,3
15 7,1
17 8,1
22 6,7
24 7,6
26 1,9
29 5,9

 Desember

 Ekki voru margir róðrar í desember en meðalaflinn var góður.  heildaraflinn 37,5 tonn í aðeins 6 róðrum eða 6,3 tonn í róðri,

mest 8,4 tonn í róðri eins og sést hérna á tölfunni fyrir neðan en hann sýnir afla per dag í desember 1983
Dagur afli
6 5,6
8 6,5
10 6,4
15 4,5
17 8,4
19 6,2

Þetta þýddi að línuaflin hjá Sólfara AK var 115 tonn um haustið 1983 og öllum aflanum var landað á Akranesi,

þess má geta að þessi bátur var gerður út allt fram til loka ár 2004, og hann hét Sólfara nafninu alla tíð þangað til árið 2004, var Sólfari SU undir restina,


Sólfari RE áður Sólfari AK