Loðnubátur númer 1. á Suðurnesjunum

Árið 1982 þá voru loðnuveiðar bannaðar og stóð það bann fram til í Nóvember árið 1983 þegar þær hófust aftur,


loðnuveiðar voru frá því í nóvember 1983 og alveg fram til á vertíðina 2018 stundaðar með nokkuð góðum árangri,

árið 2019 þá fannst enginn loðna eða allavega ekki nægilega mikil loðna til þess að hægt væri að gefa út loðnukvóta.

núna árið 2020 er verið að leita af loðnu og nýjust fréttir benda til þess að ekki líti þ að vel út,

á Suðurnesjunum þá eftir að Helguvík lokaði þá kemur ekki eitt gramm af loðnu til löndunar þar þrátt fyrir að loðna gangi skammt 

utan við Grindavík og Sandgerði,

á Sínum tíma þá voru loðnuverksmiðjur á þremur stöðum á Suðurnesjunum ,  Keflavík,  Grindavík og Sandgerði.

Verksmiðjan í Keflavík lokaði fyrst,, síðan lokaði verksmiðjan í Sandgerði árið 2003, og verksmiðjan í Grindavík brann árið 2005.

Mjög margir bátar áttu áttu þarna hlut að  máli með að landa loðnu á þessum  höfnum , og nokkrir áttu sér langa sögu 

á Suðurnesjunum í því að landa loðnu þar.  t.d Keflvíkingur KE og Hrafn GK ,

enn einn bátur átti þó lengstu söguna í því að landa loðnu þar og sá bátur var ekki stór.

en það var Dagfari ÞH sem seinna varð Dagfari GK.  

þessi bátur bar  um 530 tonn í fullfermi og landaði loðnu að langmestu leyti í Sandgerði frá því árið 1967 og alveg fram til ársins 1997

eða í alls 30 ár.  

t.d vertíðina 1997 þá landaði Dagfari GK rúmlega 12 þúsund tonnum í Sandgerði í 25 löndunum eða 497 tonn í löndun,

og vegna þess hversu stutt var að fara á loðnumiðin þá náði Dagfari GK stundum að landa tvisvar sama daginn fullfermi af loðnu,


Dagfari GK  mynd Reynir Sveinsson