Loðnuvinnslan ehf

Hvað eru Aflafrettir.is?


ég fæ þessa spurningu af og til og oft er skrifað " þið " eða " ykkur".   sem þýðir að lesendur halda að það séu margir bakvið þessa síðu sem heitir Aflafrettir.is

en  nei ekki er það nú svo.

því síðan er hugarfóstur míns og hef ég rekið síðuna síðan árið 2007.

allt efni sem hefur birst á síðunni er skrifað og reiknað að mér  og mörgum finnst það ansi furðulegt að það sé aðeins einn aðili í þessu.  enn þetta er einn liður 

í snarrugluðu áhugamáli sem er söfnun aflatalna allra báta á íslandi,

En það skal reyndar tekið fram líka að á bakvið síðuna er tæknimaður sem ekki er nafngreindur útaf hans ósk sem hefur unnið við síðuna í 10 ár, 

og hann meðal annars bjó til þessa síðu sem þú ert að lesa núna.

sömuleiðis er fyrirtækið Aflafrettir rokka ehf með bókara.  

Aflafrettir.is hafa gengið mjög vel í gegnum tíðina og sömuleiðis enska útgáfan af síðunni sem heitir aflafrettir.com

einn liður í þessu er að afla tekna inná síðuna, og ég skal alveg viðurkenna það að ég er mjög lélegur markaðsmaður í því,

en þó koma af og til ljósir punktar,

 Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði sem gerir út Ljósafell SU,  Hoffell SU og minni bátanna Sandfell SU og Hafrafell SU 

hefur ákveðið að styðja við bakið á síðunni 

og er það  mér mikið gleðiefni því allt það jákvæða sem lesendur Aflafretta sýna og senda mér virkar sem mikil  hvatning á mig að halda áfram að gera betur,  enn betur en sem  ég er að gera í dag

Vil ég  með þessum stutta pistli þakka Loðnuvinnslunni kærlega fyrir stuðningnn

kveðja
Aflafrettagaurinn og aflatölurgrúskarinn,  
Gísli ReynissonLjósafell SU mynd Haukur Sigtryggur Valdimarsson