Margrét EA aftur til Noregs.

Fyrir rúmri viku síðan þá var greint frá því hérna á Aflafrettir að Margrét EA hefði veitt síld á íslandsmiðum og silgdi með hana þvert yfir hafið til Noregs og landaði henni þar.


þá fór Margrét EA til Global Fish í Noregi,


Núna er Margrét EA aftur kominn Noregs en reyndar ekki á sama stað,

Margrét EA kom til Noregs  í gærmorgun 28.sept og landaði hjá Vikomar sem er staðsett í Bud í Noregi,

Þessi staður er rétt  norðan við Álasund enn síðast þá fór Margrét EA til staðar sem var svo til mitt á milli Álasunds og Bergen.

semsé aðeins sunnar enn Margrét EA landaði núna

Margrét EA landaði um 1320 tonnum samkvæmt tölum sem Aflafrettir hafa frá Noregi og af þeim afla þá voru 1168 tonn í stærsta flokknum sem er 350 grömm og þyngra

Samkvæmt verðskrá um síld í Noregi þá er stærsta síldin á 54 krónur kílóið 

og var því aflaverðmætið hjá Margréti EA í kringum 70 milljónir króna

og hefur því Margrét EA landað síld í Noregi fyrir um 140 milljónir króna í 2 túrum,


Margrét EA mynd Regin Torkilsson