Mokveiði hjá Margréti GK.

Miðin útaf Sandgerði eru mjög þekkt línusvæði  og í gegnum áratugina hafa nokkuð hundruð bátar róið á miðin utan við Sandgerði og oft á tíðum er þar mokveiði,

t.d hafa stóru línubátar frá Grindavík verið á línuveiðum þarna fyrir utan og fiskað vel,

línubáturinn Margrét GK sem er nýr línubátur og kemur í staðinn fyrir Von GK lenti heldur betur í mokveiði núna á milli 

brælutíðina,

því þeir náðu að fara í 3 róðra á milli þess að bræla var að klárst og í að önnur bræla var að koma,

og í þessum þremur róðrum þá landaði báturinn um 45 tonnum .

tveir af þessum róðrar voru ansi stóri, því Margrét GK kom með 17,1 tonn sitthvor daginn,

seinni túrinn þá voru lagðir 17 rekkar eða 15300 krókar, enn þegar allt var orðið fullt um borð þá voru skildir eftir 2 rekkar 

kom því Margrét GK  með í land 17,1 tonn sem fengust á reiknað í bala 32 bala.  það gerir um 534 kíló á bala  og það er ekkert annað enn mok

Aðeins 3 menn eru á Margréti GK skipstjórinn Helgi Þór Haraldsson var meira enn sáttur með þessa góðu veiði 

í síðasta róðrinum þá fóru þeir út og lögðu hluta af línunni aftur til viðbótar við þessa 2 rekka sem þeir skildu eftir í sjó.

Margrét GK var með línuna sunnan við Sandgerði svo til beint útaf Hvalsnesi, og voru bátar sem þar voru líka að fiska mjög vel,  eins og t.d Steinunn HF og Beta GK.


Myndir hérna að neðan eru teknar frá tveimur sjónarhornum.  ég sjálfur tók myndir af Norðurgarðinum í Sandgerði 

og Pabbi minn Reynir SVeinsson tók myndir af suðurgarðinum í Sandgerði.

Myndir Reynir SVeinsson tekið frá Suðurgarðinum.  Aflafretta bíllinn sést þarna á bryggjunni


Myndir Gísli Reynisson.  tekið frá Norðurgarðinum