Númer 7 Anna AK 56 , einn af 9 bátum

Bátar á Íslandi eru aðgreindir með skipaskrárnúmerum og eins og gefur að skilja þá byrjuðu skipaskrárnúmerin með númeri 1,


það var Akurey RE 95 sem hafði sknr númer 1.  alls voru 9 bátar sem voru með sknr sem aðeins var einn tölustafur

ef horft er á bátanna sem voru með sknr númer sem voru aðeins einn tölustafur þá er aðeins einn bátur með því númeri sem náði að vera í útgerð fram á öldina 2000,

sá bátur var líka sá eini af þeim sem gekk í gegnum ansi miklar nafnabreytingar 

 Anna AK 
þessi bátur var númer 7 og hét nokkrum nöfnu,

lengst þó Anna.  Anna SI , Anna SU, Anna GK, Anna AK og Anna SH.   seinna meir endaði útgerð þessa báts með nafninu Stokksnes RE 

Þegar að báturinn hét Anna AK og réri frá Akranesi þá var ansi mikil útgerð á Akranesi og við skulum aðeins skoða hluta af vertíðinni 1983. 

eins og þið hafið kanski séð þá var sú vertíð mjög léleg.

Mars
 Í mars þá var Anna AK á netum og reyndar þá var Anna AK á netum alla vertíðina.   í þessum mánuði þá réri Anna AK nokkuð duglega því báturinn fór í 22 róðra

og var aflinn í heildina 180,1 tonn eða 8,2 tonn í róðri,

enginn mokafli.  enn þó komu þarna góðir dagar.

hérna að neðan má sjá aflann á dag og stærsta löndunin var 14 mars. 16 tonn.

besta vikan var  6 til 12 mars en þá landaði Anna AK 47,3 tonnum í 6 róðrum ,


dagur afli
1 7,4
3 7,6
4 6,8
5 9,5
7 14,0
8 4,6
9 5,5
10 5,9
11 10,9
12 6,4
14 16,0
15 3,6
17 7,7
19 9,3
21 12,0
22 8,1
23 4,2
24 3,7
25 10,4
26 6,5
28 12,8
29 7,3

 Apríl,

í Apríl þá landaði Anna AK 91,5 tonnum í 15 róðrum eða 6,1 tonn í róðri.

frekar lítil veiði enn þó komu þarna tveir dagar þar sem að Anna AK náði yfir 10 tonn á dag. 13 og 14 april.

besta vikan var 10 til 16 apríl því þá landaði Anna AK 53,6 tonní 6 róðrum og inni þeim dögum eru þessar tvær landanir sem voru yfir 10 tonn á dag

hérna að neðan má sjá afla á dag í apríl


6 5,4
8 4,5
9 3,9
10 8,2
12 9,0
13 13,8
14 10,4
15 5,9
16 6,3
18 6,0
20 4,8
22 3,3
23 3,7
25 2,7
27 3,7

Enginn mynd fannst af Önnu AK og því er mynd af bátnum hérna þegar hann hét Sigurvík AK,


Sigurvík VE, aður Anna AK Mynd Tryggvi Sigurðsson