Ný Nesejenta á hvolfi utan við Danmörku.


Í Noregi er útgerðarfyriræki sem heitir Varsol Fiskeri AS í Lindesnes og eiga þeir bát sem heitir Nesejenta VA-87-LS.  sá bátur er fjórði báturinn sem fyrirtækið hefur gert

út, enn allir bátarnir hafa allir heitir sama nafninu,

núverandi bátur er smíðaður árið 2011 og er 32,55 metra langur og 9 metra breiður.  báturinn hefur að mestu verið gerður út á net og línu,

fyrirtækið er að láta smíða nýja bát fyrir sig og er sá bátur 35,2 metra langur og 8,7 metra breiður og mun hann heita sama nafni og hinn

Skrokkurinn var smíðaður í Póllandi og var síðan planið að draga hann til Hvidesand í Danmörku þar sem átti að klára að gera bátinn,

fyrirtækið NH Tiwage in Danmörku hefur dregið marga svona skrokka frá Póllandi til Danmerkur og vanalega tekur það um 3 daga á draga svona skrokk

þeir sendu dráttarbátinn Egesund til þess að draga bátinn, enn þegar að báturinn og nýji báturinn voru kominn um 5 mílúr út af hanstolm

kom eitthvað fyrir sem eigendur dráttarbátsins geta ekki útskýrt því 

nýi skrokkurinn af Nesejenta fór á hvolf og liggur þar núna.  þetta gerðist á Föstudagsmorgun,

Eigendur fyrirtækisins sem á dráttarbátinn hafa engar skýringar á því hvað gerðist og vilja í raun ekkert tjá sig nánar um það,

Nú hefur verið ákveðið að fá stóran kranapramma sem heitir Sanne A og á hann að koma þarna út að skrokknum 

og reyna að hífa skrokkinn upp og setja hann á réttan kjöl.

þess má geta að í skrokknum núna er búið að setja skrúfubúnaðinn og aðalvélina.  

Nesejente á hvolfi skammt utan við Hvidesand í Danmörku. mynd dykkerstaal


Dráttarbáturinn Egesund mynd Peter Aus Holtenau

Kranabáturinn Sanne A Mynd Sven Thormod Petersen


Núverandi Nesejenta Mynd Christian B