Nýtt kvótaár hafið, smá yfirferð um nýtt ár.

Ármótin í fiskveiðum hófst núna 1.september síðastliðinn 


og fengu þá 466 bátar úthlutað alls 372 þúsund tonna kvóta miðað við þorsígildi,

þorskvótinn var 215 þúsund tonn,

ýsa 32 þúsund tonn,

ufsi 64 þúsund tonn

Karfi 37 þúsund tonn

Langa 4000 tonn

Blálanga 366 tonn

Keila 2476 tonn

Steinbítur  7111 tonn

Hlýri 319 tonn,

Skötuselur 365 tonn

Gullax 8640 tonn

Grálúða 10500 tonn,

Skarkoli 6100 tonn,

Þykkvalúra  1168 tonn,

Langlúra  929 tonn,

Sandkoli 348 tonn,

Skráplúra 13 tonn,

 Kvótahæsta skipið
Sólberg ÓF er með mestan kvóta skipanna eða 10353 tonn.  Kleifaberg RE kemur þar rétt á eftir með 10112 tonn.  

Akurey AK með 9387 tonn
Viðey RE 8244 tonn
Drangey SK 8188 tonn,


Sólborg RE mynd Sisi

kvótahæsti báturinn
er Sólborg RE sem er með 6137 tonn, og reyndar er þetta svo til allt kvóti sem var áður á Guðmund í Nesi RE

Þinganes ÁR kemur þar á efti rmeð 4693 tonn,

Tjaldur SH 4498 tonn,
Vestmannaey VE 4391 tonn
Jóhanna Gísladóttir GK 4277 tonn,
Dala Rafn VE 3979 tonn
Valdimar GK 3677 tonn


Kvótahæsti  krókamarksbáturinn að 30 tonnum er 
Kristján HF  með' 2167 tonna kvóta
Jónína Brynja ÍS 1952 tonn
Óli á Stað GK 1919 ton
Gísli Súrsson GK 1829 tonn
Sandfell SU 1822 tonna kvóta
Vigur SF 1783 tonn,

Kvótahæsti krókabáturinn að 15 bt er
Áki í Brekku SU með 1424 tonna kvóta og vekur þetta nokkra athygli, en það má geta þess að þessi kvóti var svo til að mestu leyti frá Bíldsey SH, því að' í lok júlí þá voru allar kvótaheimildir af Bíldsey SH fluttar yfir á Áka í Brekku SU, og síðan 2.sepetember þá voru um 703 tonn færð aftur af Áka í Brekku SU og yfir á Bíldsey SH.

Næstu bátar eru ,
Gestur Kristinsson ÍS með 1265 tonn en það má geta þess að báturinn er hættur veiðum og er búið að færa hluta af kvótanum yfir á Einar Guðnason ÍS.  og ennþá merkilegra er að Áki í Brekku SU og Gestur Kristinsson ÍS eru samskonar bátar,

Von GK er með 1032 tonna kvóta, og mun hann allur færast yfir á nýja bátinn Margréti GK

Litlanes ÞH með 1012 tonn,

Tryggvi Eðvarðs SH 948 tonn

Háey II ÞH 940 tonn,

Kvótahæsti smábáturinn undir 10 tonnum
er Aðalvík GK 18 sem er ekki nema 6,7 metra langur bátur og er ekki einu sinni gerður út,
þessi bátur er með 805 tonna kvóta og er þetta geymslukvóti en K og G fiskverkun eiga bátinn og kemur þessi kvóti víða að
kvótinn kom frá öðrum smábáti sem heitir SNorri GK,  og kvótinn kom þangað frá Kúða NK,  Vísir SH og Guðrún GK.  
hægt er að rekja þennan kvóta ennþá lengra.

Dagur ÞH er með 231  tonna kvóta


Hvalbakur HF   214 tonna kvóta.  og þessi bátur hefur ekkert verið gerður út alla þessa öld.  nokkuð merkilegt
Kvótinn sem er á bátnum kemur af þremur minni bátum og er þessi bátur í eigu Hafnartanga ehf og þar er stjórnarmaður Kristján Þór Ásgeirsson enn hann er líka stjórnarmaður í Ráðvangur ehf,
það  má geta þess að þessi bátur Hvalbakur HF er með 247 tonna þorskvkóta, enn hefur aldrei landað einu grammi af þorski á þessari öld


Hvalbakur HF mynd Magnús Þór Hafsteinsson