Otur GK 5.

Það voru mjög margir togarar gerðir út á Íslandi á árunum eftir 1980, og fyrstu 3 árin eftir það voru það sem kallað var kvótamiðunarárin.  


sem þýddi að veiddur fiskur gaf ákveðna úthlutun í kvóta.   reyndar fengu nokkrir að taka með sér svokallaðan skipstjórnarkvóta, og besta dæmið um  það er Þorsteinn Vilhelmsson sem var skipstjóri á Kaldbak EA á þessum árum, að hann fékk úthlutuðum stærsta kvóta af þessum svokallaða skipstjórnarkvóta og var hann settur á Akureyrina EA og það skip lagði grunnin af byrjun Samherja.


 Otur GK 
en nóg um það.  einn af þessum mörgum togurum sem voru gerðir út var spánartogarinn Otur GK 5 sem var gerður út frá Hafnarfirði,

Otur GK hafði smá sérstöðu.  því að hann landaði aldrei heilum farmi sínum í eitt ákveðið frystihús, heldur dreifðist aflin á mörg hús.  

Kirkjusandur tók mestan hluta.  svo til afli til Hafnarfjarðar.  til Garðs , Keflavíkur og Jóns Erlingsonar í Sandgerði, en hann tók stóran hluta af karfanum sem Otur GK kom með

að auki þá silgdi Otur GK mjög mikið erlendis með afla og má nefna sem dæmi að Otur GK landaði í fimm skipti erlendis árið 1983.

AFlalega séð þá gekk Otur GK mjög vel að veiða árið 1983 sem var frekar slakt ár hjá togurunm ,

einn mánuður var bestur hjá Otur GK og var  það mars og skulum við kíkja á hann,

 Mars 1983
Fyrsta löndun togarans var fullfermi eða 198.8 tonn sem fékkst eftir 8 daga túr eða 25 tonn á dag.

túr númer 2. var líka nokkuð stór því landað var 168,9 tonn sem fékkst eftir 9 daga túr eða 18,8 tonn á dag,

Þriðji túrinn var stuttur, ekki nema 3 dagar og var komið í landa með 77 tonn,

Síðasti túrinn var góður , því landað var úr Otur GK 183,1 tonn eftir 6 daga túr, eða 30 tonn á dag


Otur GK mynd Haukur Sigtryggur Sigurðsson