Risatúr hjá Björgúlfi EA

núna er sá tími þegar að íslensku togararnir fara norður í Barnetshafið til þess að veiðar þar þorsk.


helst eru þetta frystitogararnir  og var t.d Örfirsey RE með risatúr þangað um 1300 tonn,  Sólberg ÓF er á leið í land með risatúr og Kleifaberg RE er búinn að milli landa í Noregi einu sinni,

tveir ísfiskstogarar hafa verið í Barnetshafið Kaldbakur EA og Björgúlfur EA,

báðir togarnir komu í land með fullfermi

Kaldbakur EA kom með 254,2 tonn og af því þá var þorskur 234 tonn,

Túrinn var alls 13 daga langur og af því þá voru um 5 dagar á veiðum eða um 50 tonn á dag

um 8 daga tekur að sigla til og frá miðunum. 

Þessum afla var svo til jaft skipt á milli frystihúsanna á Akureyri og á Dalvík,


 Björgúlfur EA 
Björgúifur EA kom aftur á móti með risalöndun og enn sem komið er þá er þessi löndun sú stærsta sem að Björgúlfur EA hefur komið með í land

alls var landað úr skipinu 264,4 tonn og af því var þorskur 244 tonn og var ísprósenta um 13% eða sú sama og hjá Kaldbak EA,

150 tonn af þorskinuim fór til vinnslu á Akureyri en restin á Dalvík,

Alls var túrinn 12 dagar í heildina og af því þá voru aðeins 4 dagar á veiðum og var því þetta mokveiði því þetta eru um 66 tonn á dag


Björgúlfur EA mynd Brynjar Arnarson