Sævík GK er númer eitt.

Það er búið að vera ansi rólegt hjá línubátunum sem róa frá Sandgerði og Grindavík núna í haust, því enginn bátur hefur verið að róa þaðan,


Undanfarin haust þá var Andey GK eini línubáturinn á þessum svæði sem var að róa en Bjössi skipstjórinn á Andey GK slasaðist og því hefur Andey GK ekkert róið 

Fyrir nokkrum dögum síðan þá reyndar kom fyrsti línubáturinn suður, 

og var það Sævík GK sem Júlli er skipstjóri á.  

Hann hefur lagt línu í röstina og fékk þar um 5 tonn og er þegar þetta er skrifað á línuveiðum undan krísuvíkurbjarginu og er þar með  Jón Ásbjörnsson RE

En Jón Ásbjörnsson RE er búinn að vera einn á veiðum við Suðursvæðið

enn sem komið er þá hefur enginn línubátur lagt á þekkt línumið utan við Sandgerði og því er ennþá bið eftir að fyrsti báturinn 

fari þangað og reynir fyrir sér þar,

Enn semsé Sævík GK er númer eitt því að báturinn er sá fyrsti sem kemur suður til veiðaSævík GK mynd Gísli Reynisson