Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri

Veðurfarið síðan svo til frá áramótum hefur vægast sagt verið alveg skelfilegt.  Bátar hafa meira og minna verið í landi í höfnum útum allt land


og margir báta ekkert komist á sjóinn síðan frá Áramótum,

Mjög miklum snjó hefur kyngt niður og sérstaklega á vestfjörðum,

þeir hafa meira og minna verið lokaðir undanfarna daga og mikill snjór safnast saman í fjöllinn.

Núna um miðnætti féllu 3 snjóflóð fyrir vestan.  Eitt féll á móts við Suðureyri 

og tvö féllu við Flateyri.  bæði þau flóð féllu á varnargarðinn sem er ofan við bæinn,

og annað flóðið orsakaði mikla flóðbylgju í höfninni á Flateyri.

Varnargarðinn á Flateyri er eins og stórt A í laginu og annar endinn á varnargarðinum liggur þvert á grjótgarðinn sem er við höfnina á Flateyri,

flotbryggja sem var í höfninni losnaði frá og við hana þá lágu Blossi ÍS og Sjávarperlan ÍS 

hinir bátarnir lágu við steypta kantinn til móts við flotbryggjuna

Bátarnir sem eru sokknir eða mikið skemmdir eru

Orri ÍS sem er  hvað þekkstastur fyrir að hafa eitt sinn heitir Ásmundur GK eða séniver eins og hann var kallaður,

Brói ÍS 

Eiður ÍS  sem er 50 tonna stálbátur gerður út á dragnót

Sjávarperlan ÍS 

Blossi ÍS sem meðal annars var aflahæstur allra smábáta að 13 BT árið 2019

og Guðjón Arnar ÍS sem er um 20 tonna stálbátur.  sá bátur heitir í  höfuðið á Guðjóni Arnari sem var lengi skipstjóri á Páli Pálssyni ÍS og síðar alþingismaður,

dýpið þarna við höfnina er um 5,5 til 6,5  metrar.  

þegar þetta er skrifað þá er varðskipið Þór á leiðinni frá Ísafirði til Flateyrar með 35  manna björgunarlið.Fremri báturinn er Sjávarperlan ÍS og aftari báturinn er Blossi ÍS 


Flotbryggjan ónýt og þarna í bakgrunni er Aldan ÍS sem slapp


Orri ÍS fremri báturinn og Guðjón Arnar ÍS aftari báturinn,

Séð í höfnina.  myndir aðsent