Togveiðar á Húnaröst ÁR

jæja árið 1984 hjá mér í vinnlslu er komið á fullt og núna þegar þetta er skrifað þa´er ég búinn að mynda um 15 þúsund aflaskýrslur


frá Vestmannaeyjum, suður og vestur í Ísafjörð,

margir gullmolar sem ég hef séð og mun ég birta af og til fréttir af bátum frá árinu 1984.

Loðnuveiðar voru leyfðar á fullu árið 1984 og gengu þær vel,

á milli loðnuúthalda þá voru loðnuskipin mörg hver á rækju og líka á trolli,

einn af þeimi bátum sem var á trolli yfir sumarið var Húnaröst ÁR 150,

Báturinn lagði afla sinn upp  hjá Glettingi hf á Þorlákshöfn og óhætt er að segja að Húnaröst ÁR hafi fiskað vel,

lítum á aflatölurnar,

 Júni

 Báturinn hóf veiðar um miðjan júni og landaði einni löndun 48,1 tonn

 Júlí

Hann var mjög góður, bátuirnn landaði alls 254,8 tonní aðeins 3 róðrum eða 84,9 tonn í róðri,

ef við lítum á landanir,

þá ´kom báturinn fyrst með 78,4 tonn,  síðan kom bátuirnn með 86,3 tonn 

og síðasta löndun bátsins var stór, eða 90,1 tonn sem fékkst eftir 6 daga á veiðum eða um 15 tonn á dag

 ÁGúst

ágúst var líka góður, og landaði Húnaröst ÁR þrisvar.  alls 212,8 tonn eða um 71 tonn í róðri,

stærsta löndun bátsins var um miðjan ágúst en þá kom báturinn með 89,4 tonn

Sumarið var því ansi gott hjá Húnaröst ÁR 

því alls landaði báturinn 515,7 tonn í 7 róðrum  eða 73,6 tonn í róðri 


Húnaröst ÁR mynd Tryggvi Sigurðsson

Og fyrir þá sem vilja styðja við bakið á mér í þessum aflatölu grúski mínu þá má leggja á mig á 20075-3709  bók 0142-05-1072