" Ægilega er sárt að sjá þig", endalok Blossa ÍS

í janúar árið þá kom mikið snjóflóð niður fjallið ofan við Flateyri og fór flóðið alla leið niður í höfnina á Flateyri 


með þeim afleiðingum að 6 bátar lentu í flóðinu og skemmdust þeir allir 


Einn Bátur af þessum 6 sem lentu í flóðinu var Blossi ÍS og hann var líka sá eini sem var í fullri útgerð af þessum 6 bátum sem voru í flóðinu,

Blossi ÍS kom ansi oft við sögu í gegnum árin  hérna á Aflafrettir en báturinn var smíðaður árið 2014 fyrir útgerðina Hlunnar ehf

en fyrirtækið hafði þá átt annan bát sem hét líka Blossi ÍS en hann var seldur sá bátur og heitir Anna ÓF í dag.

Saga Blossa ÍS má rekja aftur til ársins 1999 en þá keypti fyrirtæki nýjan bát sem í dag er Anna ÓF.

útgerðina áttu Einar Guðbjartsson og Guðrún Pálsdóttir og sonur þeirra Birkir Einarsson var skipstjóri á báðum bátunum.

fyrst þeim gamla og síðan þeim nýja.

Nýi báturinn endaði sögu sína ansi vel því hann varð aflahæstur allra báta að 13 BT árið 2019.

Snjóflóðið breytti öllu.

  Blossi ÍS þessi mikli aflabátur skemmdist mjög illa og allt inní bátnum var ónýtt

Birkir Einarsson birti mynd af Blossa ÍS en hann var þá kominn á flot á Flateyri mikið skemmdur og skrifaði

" Ægilega er sárt að sjá þig".    já skiljanlegt.

Birkir Sagði að útgerð bátsins verður endanlega hætt og hann sagði í samtali við AFlafrettir að það hefði verið mjög erfið ákvörðun,

því bátarnir tveir hafa verið að hluti af lífi fjölskyldunnar á Flateyri núna í 21 ár.

Birkir sem var skipstjóri á bátunum öll árin er búinn að skrá sig í HR núna og sótti um vinnu sem verkefnastjóri fyrir Flateyri.

sjórinn verður samt sem áður alltaf þarna eins og Birkir sagði og aldrei að vita nema hann fari aftur á sjóinn.  


Patreksfjörður

en núna er búið að selja bátinn til Patreksfjarðar og kaupandinn er Hafþór Jónsson en  hann á bátinn Fönix BA og hann á líka

flakið af Gottileb GK sem strandaði við Grindavík árið 2015.  Hafþór á meðal annars vél og gír í bátinn og ætlar sér að 

vinna í að gera bátinn upp, 

Lokaorð

þau 14 ár sem að ég hef verið með Aflafrettir þá hef ég í gegnum tíðina verið í ansi góðu sambandi við Birkir og móðir hans Guðrúnu 

og þau voru alltaf fús til þess að láta mér í tjé myndir og upplýsingar útaf fréttum sem ég skrifað i um bátinn,

vil ég bara þakka fyrir góð samskipti og ég veit að þetta var ekki auðveld ákvörðun um að hætta útgerðinni eftir öll þessi ár.Blossi ÍS mynd Birkir Einarsson


Blossi ÍS mynd Guðrún Pálsdóttir


Blossi ÍS kominn á land eftir snjóflóðið.  Mynd Aðsend