Greipur SH fiskaði vel,,1982
Ef horft er yfir sögu bátanna á íslandi þá má sjá að mikill meirihluta báta sem er yfir 10 tonn hefur gengið kaupum og sölu í gegnum sinn ferl. Ef horft er á báta sem voru í útgerð kanski í yfir 30 ár þá má sjá að mjög margir þeirra hétu mörgum nöfnum yfir sinn feril.
Þó eru til undantekningar á þvi, og það eru alveg til dæmi um báta sem hafa ekki verið í miklum nafnabreytingum í gegnum sinn feril og eitt besta dæmið um það er Gunnar Hámundarsson GK sem hélt sínu nafni í yfir 50 ár,
Árið 1960 þá kom til Keflavíkur 72 brl eikarbátur sem var smíðaður í Þýskalandi , og fékk báturinn nafnið Manni KE. Þessi bátur var síðan seldur til Ólafsvíkur árið 1979 og fékk þar nafnið Greipur SH. árið 1990 þá var Greipur SH í Daníelsslipp í Reykjavík og valt þar og var dæmdur ónýtur í kjölfarið. semsé þessi bátur hét einungis tveimur nöfnum á sínum 30 ára ferli,
Manni/Greipur báturinn fiskaði alla sína útgerðartíð mjög vel og árið 1982 þá hét báturinn Greipur SH og réri yfir vertíðina á línu og netum.
vertíðin gekk nokkuð vel hjá Greipi SH og landaði báturinn um 500 tonnum.
Febrúar mánuður sá sem við ætlum að skoða þa´var báturinn á línu og átti ansi góðan mánuð,
Vika 1. frá 1 til 6 febrúar.
Ansi góð vika og var aflinn 40,4 tonn í 5 róðrum eða 8,1 tonn í róðri. mest 8,9 tonn í einni löndun,
Vika 2. frá 7 til 13 febrúar.
Tíðarfarið var frekar leiðinlegt enn báturinn náði að fara í fjóra róðra og landðai 33,4 tonn eða 8,4 tonn í róðri. mest 11 tonn í einni löndun,
Vika 3 frá 13 til 20 febrúar.
Tíðarfarið var sömuleiðis leiðinlegt hérna og fór báturinn þrisvar út og landaði 22,9 tonn eða 7,6 tonn í róðri.
Vika 4 frá 21 til 28 febrúar
Greipur SH fór aðeins í þrjá róðra enn fiskaði vel í þessum róðrum og var aflinn 28,3 tonn eða 9,4 tonn í róðri. mest 11,7 tonn í einni löndun,
Góður línumánuður þrátt fyrir að tíðarfarið hafi verið slæmt, var aflinn alls
125,4 tonn í 15 róðrum eða 8,3 tonn í róðri. góður meðalafli hjá bátnum,
Greipur SH Mynd Tryggvi Sigurðsson