1000 tonn í Beygjunni útaf Sandgerði.

Var í Sandgerði í gær 28 .mars að mynda Gísla Súrsson GK og Indriða Kristins BA


það vakti athygli mína að í nokkuri fjarlægð frá Sandgerði þá sá ég einhverja báta þarna rétt utan við höfnina í Sandgerði sem 
voru greinilega að veiða.

ég náði að súmma á þessa báta og kom þá í ljós að þarna voru 29 metra togarar. Frosti ÞH, Steinunn SF, Sigurborg SH og Farsæll SH.

Oft er talað um að togsvæðið útaf Vestfjörðurm sé eitt mest notaðasta togsvæði landsins , Reyndar er það svæði 
nokkuð langt frá landi og í raun togarnir og stærri línubátar helst geta verið þar að veiðum,

aftur á móti er annað togsvæði sem er mjög stórt og mikið notað og hefur verið í tugi ára

það er í beygjunni rétt utan við höfnina í Sandgerði.

í Faxaflóanum eru allar veiðar með bornvörpu bannaðar og liggur lína sem byrjar svo til við Stafnes, með 4 mílur út með ströndinni
og svo til beint út af innsiglingunni til SAndgerðis, þar beygir þessi lína í Norðvestur og beint yfir Faxaflóann og áleiðis í Malarrif 
á Snæfellsnesinu.

í þessari beygju þarna 4 mílur útaf Sandgerði þar voru þessir 29 metrar togarar að veiðum og, greinilegt er að beygjan er að gefa góða veiði 
því að til að mynda togararnir frá Grundarfirði hafa að mestu verið þarna að veiðum ásamt öðrum núna í mars, og samtals núna í mars 2023 hefur um eitt þúsund tonnum 
af fiski verið landað sem langmestu leyti hefur verið veitt þarna í þessaru beygju.

Hef talað við marga sjómenn um þetta, og þetta er ansi sérstakt því að minni bátar til að mynda bátar sem stunda færaveiðar, línuveiðar eða jafnvel netaveiðar
ef þeir ætla að fara á þessar slóðir að þá þurfa þeir að fara út fyrir þessa beygju því að 29 metrar togarnir sitja þar.

Ein stærsta hugmyndinn sem sjómenn hafa nefnt er að línan verði færð frá STafnesi og útá Reykjanesvita og tekin þaðan beina leið yfir í Malarrif og allar togveiðar
verði bannaðar innan þessarar línu.  
þá myndi í raun þessi beygja hverfa.

Þessi lína er búinn að vera í tugi ár, og lengi vel þá voru trollbátar frá Sandgerði , t.d Geir Goði GK, Elliði GK,  Reynir GK og Jón Gunnlaugs GK, ásamt fleirum
en þessir bátar voru allt miklu minni bátar enn núverandi 29 metrar togarar.  til að mynda þá tóku allir þessir bátar trollið inn á síðuna og lestarrými var mun minna enn í núverandi
togbátum eða togurunum sem núna eru þarna að veiðum
í raun mætti kanski segja að fyrstu trollbátarnir sem myndi kallast 29 metrar togarar sem hófu þarna veiðar hafi verið Freyja RE og Þór Pétursson GK, sem báðir 
tóku trollið í skutrennu eins og gert er í dag,,  Þór Pétursson GK er til í dag og heitir Tindur ÍS .

Hérna að neðan sést mjög vel hvernig bátarnir veiða í þessari beygju, 
því neðan við myndirnar er trakkið af Sigurborgu SH og Farsæli SH.

Það má geta þess að Sjávarútvegsráðuneyti lagði við bann við togveiðum á svæði sem kallast Skápurinn enn það svæði er við Glettinganes 
fyrir austan, enn það svæði er margfalt minna togsvæði enn þessi beygja sem er talað um hérna að ofan













Myndir teknar frá Sandgerðishöfn, Gísli Reynisson 


Sigurborg SH trakkið beint utan við SAndgerði

FArsæll SH trakkið beint utan við SAndgerði.