104,001 kíló eða 104 tonn og 1 kíló.

Ansi oft sér maður mjög svo skemmtilegar aflatölur um bátanna, hvort sem það eru risastórar aflatölur eða þá tölur þar sem að mjög lítill munur er á bátunum,


enn núna kemur mjög sérstök tala upp. 104,001 kíló.  eða 104 tonn og 1 kíló,

afhverju er ég er að minnast á þessa tölu,

jú vegna þess að tveir línubátar hafa núna í júni fiskað nákvæmlega sama magn uppá kíló og er þetta mjög sjaldgjæft svo ekki sé meira sagt,

þetta eru bátarnir Óli á Stað GK sem er með 104,001 kíló í 19 róðrum eða 5,4 tonn í róðri,

og hinn er Arney HU sem er líka búinn að fiska 104,001 kíló í 16 róðrum eða 6,5 tonn í róðri.

athygli vekur að Arney HU er minni bátur en Óli á Stað GK en er samt með meiri meðalafla en Óli á Stað GK,

og Arney HU er í slagnum á listanum bátar að 21 BT um að verða aflahæstur báturinn í júni.

Óli á Stað GK aftur á móti á enga möguleika á toppsætinu, 


ARney HU mynd Suðureyrarhöfn

Óli á STað GK mynd Gestur Ragnarsson