1100 tonna mánuður hjá ÚA árið 1967
Ég er alltaf af og til að fara með ykkur lesendur góðir í smá ferðalag aftur í tímann og skoða gamlar aflatölur.
ég hef verið að sýna ykkur aflatölur um togaranna frá 1982.
enn ætla að fara með ykkur ennþá lengra aftur í tímann núna,
já nefnilega til þess tíma þegar að síðutogarnir voru á veiðum,
ÚA árið 1967, desember
ætla 50 ár aftur í tímann og skoða desember mánuð árið 1967 hjá Útgerðarfélagi Akureyrar.(ÚA)
á þeim tíma þá gerði ÚA út fjóra togara. Harðbak EA, Kaldbak EA, Svalbak EA og Sléttbakur EA.
Allir þessir togarar lönduðu afla í desember og var aflinn hjá þeim nokkuð góður,
Svalbakur EA kom með 160 tonn í einni löndun
Sléttbakur EA 303 tonn í tveimur löndunum .
Kaldbakur EA kom með 339 tonn í tveimur löndunum
og Harðbakur EA var aflahæstur með 352,5 tonn í 2 löndunum .
Samtals komu því á land af þessum skipum 1155 tonn
Áhafnafjöldi
Nokkuð fróðlegt er að sjá hversu margir voru um borð í þessum fjórum togurnum,
á Svalbak EA , Harðbak EA og Sléttbak EA voru 30 manna áhöfn og á Kaldbak EA var 31 manna áhöfn skráð á skipin í desember 1967.
alls voru því 121 sjómaður skráður á þessa fjóra togara árið 1967
Harðbakur EA mynd birt fyrst hjá Jóhann Jóhanssyni