11.maí. Lokadagur Vetrarvertíðar 2021

Þessi dagur 11.maí var nú eitt sinn merkilegur og hart var oft barist á milli báta um að vera aflahæstur á vertíð


Helsta veiðarfærið iðulega á vertíð voru netaveiðar, en núna árið 2021 þá hefur það mikið breyst og núna 

voru frekar fáir bátar á netaveiðum og má t.d nefna að á Hornafirði var aðeins einn bátur á netaveiðum.  Sigurður Ólafsson SF

og í Vestmanneyjum voru aðeins tveir bátar á netum.  Brynjólfur VE og Kap II VE.

tveir bátar voru í Þorlákshöfn,  Reginn ÁR og Friðrik Sigurðsson ÁR

og stóri vertíðarbærinn Grindavík, þar var enginn netabátur.

aftur á móti þá eru mjög margir línubátar á veiðum  sem róa alla vertíðina

Vertíðarstemminginn sjálf er að mestu horfin en það breytir því samt ekki að 

ég mun nú taka mig til og reikna upp afla bátanna á vertíðinni 2021, og gera því skil 

enn eins og áður hefur komið fram þá miðast það við 400 tonna afla á vertíð og 200 tonna afla hjá smábátunum ,

í Grindavík og í Sandgerði er á báðum stöðunum hægt að sjá platta með skipstjórum.  ár og bátsnafn yfir þa´sem voru hæstir á vertíð,

í Grindavík er hægt að sjá þetta á kaffihúsinu Bryggjunni og er plattinn staðsettur á jarðhæð

og í Sandgerði er platinn staðsettur á efri hæðinni í Þekkingarsetrinu og sá steinn spannar vertíðarsögu frá 1939 til 1991, og ég 

vann allar  upplýsingar sem fram koma á þeimi platta og var hann vígður árið 2013.

Annars tl hamingju sjómenn með lokadaginn, núna fer ég að reikna


Plattin í Sandgerði