12 af 14 manna áhöfn Stormhav F-1-HV með covid19?

ekki fyrir svo löngu síðan þá var frétt þess efnis að allir skipverjar á línubátnum Valdimar GK hafi 


verið smitaðir af covid19.   í Noregi þá hefur ekki verið mikið um að báts áhafnir hafi smitast af þessari veiru,


enn núna í dag þá kom línubáturinn Stormhav F-1-HV  inn til Tromsö og kom þá í ljós að 12 af 14 manna áhöfn bátsins voru taldir að vera smitaðir af covid 19 veirunni.


Báturinn fór á sjóinn 23.september, en kom til hafnar núna í morgun og var þá aðeins skipstjórinn og vélstjórinn sem voru ekki smitaðir af veirunni,

Jon-Atle Bjorno og vélstjórinn höfðu þá læst sig svo til inn í brú bátsins

núna á föstudeginum 16.okt þá var einn skipverjinn á bátnum orðinn nokkuð veikur og  um helgina þá veiktust fleiri um borð og þá aðalega 

voru þetta miklir haus og magaverkir  og eftir samráð við sóittvarnaryfirvöld  í Noregi þá var ákveðið að láta bátinn sigla til Tromsö enn þar er  hægt að taka báta í einangrum, enn öll einkenni bentu til þess að

þessir 12 aðilar væru allir smitaðir af covid19.  

Báturinn kom til  hafnar í Tromsö , enn þar er hægt að taka báta í einangrun og er Tromsö ein af 3 höfnum í Noregi sem geta tekið báta þannig inn.  hinar hafnirnar eru Osló og Bergen

 Nýr bátur enn ansi miklir erfiðleikar

Stormhav er nýr bátur og kom til nýrra eiganda núna í maí árið 2020 og er 28 metra langur,

Ekki er vitað hversu lengi báturinn þarf að vera stopp enn þetta kemur frekar illa út fyrir útgerðina því covid19  hefur haft ansi slæm áhrif á útgerð bátsins,

því t.d seinkaði smíði básins um 7 mánuði því upp kom smit í skipasmíðastöðinni sem smíðaði bátinn, og verð á fiskinum hafa verið lág og sömuleiðis þá hefur beitukostnaður hækkað um 30%.


Stormhav F-1-HV