132 tonna löndun, Setti Þórsnes SH Íslandsmet?
Það hefur ekkert farið frammhjá neinum sem fylgist með Aflafrettir.is að mikil og góð veiði er búinn að vera frá áramótum.
og fullfermislandanir orðnar ansi margar hjá bátunum, hvort sem það er dragnót, lína, troll eða net.
það eru ekki margir netabátar sem eru á veiðum núna árið 2024, en einn af þeim er Þórsnes SH 109 frá Stykkishólmi
á Þórsnesi SH eru tveir skipstjórar, Margeir Jóhannsson sem hefur verið nokkuð lengi með Þórsnes SH
og á móti honum er Hafþór Örn Þórðarson.
Oddur og Rúnar
Hafþór er frá Suðurnesjunum og á að baki ansi langan sjóferil með nokkrum netaskipstjórum , þar á meðal Rúnari sem var með Happasæl KE
og Odd Sæmundsson sem var með Stafnes KE. Rúnar og Oddur voru miklir netasjómenn og góður skóli fyrir Hafþór að vera hjá þeim.
og það kanski sannaði sig núna um miðjan mars 2024,
þá var Hafþór með Þórsnesið SH og fór á Selvogsbankann og lagði þar 10 trossur, alls 150 net.
Netin voru lögð á 70 til 80 faðma dýpi.
eftir að hafa lagt netin þá fór báturinn inn til Þorlákshafnar og lá þar, þangað til aftur var farið út til þess að draga netin. voru þá netin búinn að liggja 18 klst í sjó.
Risa ævintýri að draga netin
það sem blasti við áhöfninni á Þórsnesi SH var eiginlega algjör ævintýri.
því netin voru yfirfull af fiski, og tok 24 klukkutíma að draga netin því allur fiskurinn sem kom í Þórsnes SH var slægður. smá pása var tekin
til þess að borða hádegis og kvöldmat. þess má geta að Hafþór var upp í brú allan tíman meðan netin voru dregin og Hannes Kristmundsson stýrimaður
var niður á dekki allan tíman
Þórsnes SH silgdi síðan til Grundarfjarðar þar sem aflanum var landað , og uppúr bátnum komu alls 132,5 tonn sem fengust í þessar 10 trossur.
Af þessum 132 tonnum voru 113 tonn af þorski og um 17 tonn af ufsa.
Hafþór sagði að hann hefði ekki búið við þessari gríðarlega miklu veiði og hefði hann vitað af henni þá hefði hann ekki lagt öll netin,
En Þórsnes SH er stór bátur og allur aflinn komst fyrir í bátnum í körum.
Íslandsmet ?
Margir lesendur Aflafretta hafa sent mér skilaboð útaf þessum risaafla hjá Þórsnesi SH og spurt mig , Er þetta Íslandsmet ?
já góð spurning. 132 tonn á eina lögn er rosalegur afli, og má segja að það sé met, 13 tonn á eina trossu.
svo ég fór í gegnum gögnin mín og leitaði að löndunum netabáta yfir 100 tonn
og jú fann nokkrar landanir.
Hérna að neðan er tafla yfir það sem ég fann, en rétt er að hafa í huga að ég er ekki með upplýsingar um hversu mörg net bátarnir voru með
og Hólmanes SU, Krossanes SU og Sveinn Sveinbjörnsson NK voru 2 daga á veiðum, líklega þá 2 lagnir.
Annað sem þarf að hafa í huga líka er að ég er ekki með nægilega góð gögn frá 1984 til 1991, en það er hlutur sem ég er að vinna í. mun fara í það nánar
Sæti | Nafn | Löndun | Ár |
12 | Arney KE 50 | 101.1 | 1993 |
11 | Brynjólfur ÁR 4 | 101.2 | 1973 |
10 | Gjafar VE 600 | 101.3 | 1982 |
9 | Stafnes KE 130 | 101.4 | 1997 |
8 | Ísleifur III VE 336 | 104.8 | 1969 |
7 | Sveinn Sveinbjörnsson NK 55 | 112.2 | 1971 |
6 | Hólmanes SU | 114.3 | 1968 |
5 | Jón á Hofi ÁR 62 | 116.5 | 1981 |
4 | Krossanes SU 320 | 119.5 | 1968 |
3 | Pétur Jónsson RE 69 | 120.8 | 1980 |
2 | Helga Guðmundsdóttir BA 77 | 124.5 | 1979 |
1 | Þórsnes SH 109 | 132.5 | 2024 |
En miðað við þetta þá setti áhöfnin á Þórsnesi SH íslandsmet með stærstu löndun netabáts á Íslandi og gamla metið átti Helga Guðmundsdóttir BA árið 1979,
en þessi bátur heitir í dag Jóhanna BA, og var lengi Jóhanna Gísladóttir GK.
Þórsnes SH að koma til Grundarfjarðar með 132 tonn, mynd Grundarfjarðarhöfn.
Kæru Lesendur.
Aflafrettir.is er rekin alveg að einum manni, mér
Gísli Reynisson. sé ég um að skrifa allt efni á síðuna
og margir hafa spurt hvort hægt sé að styrkja mig
og það er hægt . hérna eru upplýsingar
kt 200875-3709
Bók 0142-15-380889
Takk kærlega fyrir
Gísli Reynisson