1417 tonn af aukaafla hjá skipunum árið 2020

Nú þegar að árið 2020 er lokið og lokastaðan hjá uppsjávarskipunum fyrir árið 2020 er komið 


þá reyndar er ansi merkilegt að skoða meðalaflann hjá skipunum ,

Alls var sá afli 1417 tonn árið 2020.

Mest af því var spærlingur eða 944 tonn,  

3 aflahæstu skipin ef horft er á aukaaflann voru,

1.  Heimaey VE  279,2 tonn
2.  Hoffell SU 264,2 ton
3.  Hákon EA   256,3 tonn.  


Heimaey VE landaði mestum spærlingi eða 263 tonn,  Þar á eftir kom Hákon EA með 226 tonn og Hoffell SU 206 tonn.

næst mest var að Gullaxi eða 256 tonn

og af því þá var Börkur NK með  mest eða 111 tonn,    var mjög langt niður í næsta skip því það var Hoffell SU með 28 tonn

og síðan Margrét EA með 23 tonn,

Grásleppa
þriðja mesta aukaafla tegundinn kemur ansi mikið á óvart því það var grásleppa

alls lönduðu uppsjávarskipin 90,9 tonnum af grásleppu árið 2020. 

aflahæsti grásleppubáturinn var Víkingur AK með 10,7 tonn , Venus NS 10,3 tonn og Aðalsteinn Jónsson SU 8,2 tonn.

42 tonnum af karfa var landað og var Hoffell SU með  mest af karfa eða 18,2 tonn,  Hákon EA var með 8,2 tonn og Jóna Eðvalds SF 6,3 tonn,

34 tonnum var landað af ufsa og var Hákon EA með mest eða 13,7 tonn.  Jóna Eðvalds SF 5,1 tonn og Hoffell SU 4,8 tonn.

9,7 tonnum var landað af þorski og var Jón Kjartansson SU með mest eða 5,5 tonn.

Annar afli var 40 tonn og er það ýmislegt. t,d lax, og fleira



Heimaey VE mynd Hreiðar Jóhannesson