1500 tonna afli. 6 dragnótabátar í Þorlákshöfn , 2003

Dragnótaveiðar hafa verið stundaðar við Ísland í all langan tíma, og iðulega þá voru þetta litli bátar sem 


voru á dragnót inn í fjörðunum víða um landið.  

svo til allir bátarnir sem hafa stundað dragnótaveiðar hafa verið í dagróðrum.

nema bátarnir sem réru frá Þorlákshöfn,

í Þorlákshöfn þá frá um 1990 og jafnvel til dagsins í dag

að þá hafa dragnótabátarnir frá Þorlákshöfn verið flestir stórir bátar og þeir hafa verið nokkra daga á veiðum á dragnót

eða verið eins og það er kallað, útilegubátar.

ætla að sýna ykkur mars mánuð árið 2003, en þá voru 6 dragnótabátar að veiða frá Þorlákshöfn og allt voru það bátar

sem voru nokkra daga á veiðum.  og það sést mjög vel þegar að 

aflatölurnar um bátanna eru skoðaðar.

mjög stórar landanir voru og til dæmis þá kom Arnar ÁR mest með 84 tonn í land í einni löndun 

Jón á Hofi ÁR kom mest með 67,5 tonn í land.

af þessum sex bátum frá Þorlákshöfn þá voru fimm sem náðu yfir 200 tonnin , og þrír sem fóru yfir 270 tonna afla
.

Friðrik Sigurðsson ÁR var aflahæstur og með 51 tonn í róðri að meðaltali,

Arnar ÁR var með rosalegan afla eða tæp 70 tonn í róðri að meðaltali,



sæti Sknr Nafn Afli Landanir Mest Meðalafli
1 1084 Friðrik Sigurðsson ÁR 17 306.2 6 56.3 51.1
2 1562 Jón á Hofi ÁR 62 293.6 5 67.5 58.7
3 1056 Arnar ÁR 55 278.7 4 83.8 69.7
4 1751 Hásteinn ÁR 8 249.9 9 43.7 27.8
5 10 Fróði ÁR 33 215.3 4 56.2 53.8
6 1171 Leifur Halldórsson ÁR-217 164.2 4 45.4 41.3


Arnar ÁR mynd Haukur Sigtryggur Valdimarsson


Jón á Hofi ÁR mynd Tryggvi Sigurðsson


Friðrik Sigurðsson ÁR mynd Tryggvi Sigurðsson