1600 tonn af hörpuskel á einum mánuði,,1982
Núna árið 2017 þá eru tilraunaveiðar á Hörpudiski í gangi í Breiðarfirðinum. 2 stórir bátar. Hannes Andrésson SH og Leynir SH hafa verið á þeim veiðum og einn minni bátur til viðbótar Sjöfn SH hefur líka verið af og til á þessum veiðum.
hörpudiskveiðar í Breiðarfirðinum hófust að einhverju stóru marki í kringum árið 1970.
Veiðin jókst ár frá ári og þegar komið var að árinu 1982 þá fór veiðin yfir 10 þúsund tonn og náði hámarki í Breiðarfirðinum 1986 þegar að veiðin fór í um 13 þúsund tonn.
Reyndar voru hörpudisksveiðar á fleiri stöðum enn í Breiðarfirðinum. t.d Arnarfisði. Ísafjarðardjúpinu. og Húnaflóa. Húnaflóinn var næst stærsta veiðisvæði hörpudisks.
skoðum nánar árið 1982,
þá var ansi mikill fjöldi af hörpudisksbátum sem réru frá Stykkishólmi og stærsti mánuðrinn á því ári var nóvember
þá komu á land í Stykkishólmi 1611 tonn af hörpudiski af 15 bátum og skiptst þessir bátar á 2 verksmiðjur
Þessi afli kom á land í 362 löndunum eð'a 4,4 tonn í róðri,
Sigurður ÁGústsson he-f
hjá Sigurði ÁGústssyni hf voru 10 bátar og lönduðu þeir alls 1064 tonnum,
hjá þeim þá var Ársæll SH aflahæstur með 139,8 tonn í 23 róðrum. Grettir SH var með 139,1 tonn í 23 róðrum. Jón Freyr SH 136,3 tonní 23, Sigurður SVeinsson SH 134,9 tonn í 22 og Þórsnes SH ( eikarbáturinn með sknr 925) með 133,9 tonn í 22.
Auk bátanna að ofan þá lönduðu þarna líka. Árni SH. Gísli Gunnarsson SH og Gísli Gunnarsson II SH. Rúna SH. Þórsnes II SH.
Rækjunes
Rækjunes hét hitt fyrirtækið og þar voru fimm bátar sem lönduðu alls 547 tonn.'
auk bátanna að neðan þá var þarna Sigurvon SH og Smári SH
Hjá Rækjunesi þá var Haförn SH aflahæstur með 116 tonn í 22 rórðum. Örn SH ( sknr 79) með 110,3 tonní 22 og Andri SH með 109,7 tonn í 22.
Það má bæta við að enginn mynd fanst af Haferni SH þrátt fyrir mikla leit. enn það er mynd af honum hérna undir nafinu Ófeigur II VE
4 yfir 800 tonna ársafla
það má geta þess að þegar að árið 1982 var búið þá voru fjórir bátar frá Stykkishólmi með yfir 800 tonn af hörpudiski yfir árið,
Ársæll SH, Grettir SH, Sigurður Sveinsson SH og Jón Freyr SH. Grettir SH var aflahæstur með 813 tonn.
Ársæll SH mynd Ljósmyndsafn Stykkishólm. og það má geta þess að þessi bátur er ennþá til. heitir Grímsey STþ
aflahæstur bátanna hjá Sigurði Ágústsyni.
Ófeigur II VE þessi bátur hét Haförn SH árið 1982. Mynd Torfi Haaraldsson