172 balar í einum róðri.
Þeim fækkar stöðugt línubátunum á Íslandi sem róa með línubala. stærsti báturinn sem rær með bala á íslandi um þessar
mundir er Kristinn HU. hefur hann verið að róa með upp í 60 bala í róðri,
eftir eru nokkrir minni bátar t.d á snæfellsnesinu og á Suðurnesjunum ,
aftur á móti í Noregi þá er þessu mikið öfugt farið. því þar eru stálbátar sem eru að róa með vel yfir 100 bala í róðri,
Tveir bátar eru að róa með svipaða línulengd og báðir að róa með línubala í Noregi,
Eru þetta Inger Victora F-500-BD sem er 23,86 metrar á lengd
og hinn báturinn er Nordbanken F-2-B sem er 21,3 metrar á lengd og smíðaður árið 2000, endurbyggður árið 2009.
Sá bátur hefur verið að róa með 160 til 240 bala í túr,
í síðasta róðri bátsins þá landaði Nordbanken 53,3 tonn sem fékkst á 172 bala. eða 72 þúsund króka
þetta er ansi mikill fjöldi enn reiknaður afli á bala 309 kíló á bala sem er nú bara hörkugóð veiði.
Var þessi afli eftir 3 daga túr
Nordbanken Mynd Christian Andersen