1999. slagur aldarinnar. Arnar HU og Baldvin Þ.,EA

Það birtist frétt á Aflafrettir í gær þess efnis að Samherji væri að selja Baldvin úr flota sínum.  Baldvin hét lengi vel Baldvin Þorsteinsson EA.  og í fréttini í gær þá var sagt orðrétt eftir heimasíðu Samherja,


Baldvin Þorsteinsson EA var afar farsælt fiskiskip og áhöfn þess sló ýmis aflamet. Árið 1999 var Baldvin EA t.d. fyrst íslenskra fiskiskipa til að ná aflaverðmæti upp á einn milljarð íslenskra króna.

Þetta reyndist ekki vera alveg rétt.,

árið 1999 þá var slagur á milli tveggja frystitogara.  Arnars HU sem Árni Sigurðsson var skipstjóri á og Baldvins Þorsteinssonar EA sem að Guðmundur Jónsson var skipstjóri á,  það má geta þess að Guðmundur Jónsson er í dag skipstjóri á Vilhelm Þorsteinssyni EA og bróðir hans.  Víðir Jónsson er skipstjóri á Kleifabergi RE.

 var mjög tæpt á milli þessara tveggja skipa og þegar að tveir mánuður voru eftir af árinu þá var Arnar HU á toppnum með um 825 milljónir króna. enn Baldvin Þorsteinsson EA kom þar á eftir með 750 milljónir króna,

Þessi slagur stóð á milli skipanna alveg fram í síðasta túr,
Arnar HU kom í land á undan Baldvin.  enn Arnar HU landaði 22.12.1999. Baldvin Þorsteinsson EA landaði deginum eftir,

og þegar árið var gert upp þá kom í ljós að bæði skipin höfðu fiskað yfir einn milljað.

Baldvin Þorsteinsson EA var með 1 milljarð og 1 þúsund krónur.  rétt slefaði yfir .  enn Arnar HU var með 1 milljarð og 25 þúsund krónur.  minni gat munurinn ekki orðin,
báðar þessar tölur miðast við CIF verð,

afli skipanna var nokkuð merkilegur.

Baldvin Þorsteinsson EA var með mun meiri afla eða 8219 tonn.  og það þýðir 121 krónur í meðalverð.

á meðan að Arnar HU var með 7169 tonn og meðalverð uppá 142 krónur á kílóð.

Þannig að það var EKKI Baldvin Þorsteinsson EA sem var fyrstur yfir einn milljarð .  

heldur var það Arnar HU frá Skagaströnd,


ARnar HU mynd Jósef Ægir


Baldvin Þorsteinsson EA Mynd Ríkharður Örn Jónsson