20 ára útgerðarmaður og skipstjóri í Noregi á 1 árs gömlum báti.

ÍÍslandi þá er það svo til alveg dottið út að einstaklingar eru að hasla sér völl í útgerð og möguleikar þeirra sem það vilja

eru á íslandi litlir sem engnir.  Auðvelt er að fá báta, enn kvóti er nú ekki eins auðvelt að fá.

Í Noregi er þetta allt öðruvís og  

Hér á Aflafrettir.com hefur allt þetta ár verið listi yfir alla báta í Noregi og vegna þess að það eru svo

 margir bátar sem eru að veiðum í Noregi þarf Aflafrettir.com að gera marga lista eftir hversu langir bátarnir eru.

Einn af listanum er fyrir bátana frá 7 til 7,99 metra langa.

Margir bátar í Noregi eru á þeim lista, yfir 600, og þeir stunda veiðar eins og með handfæri, línu, krabba og net.

Einn bátur hefur veitt mest  á þessum lista og meira að segja sá bátur fiskað meira en bátarnir á listanum 0 til 6,99 metrar að lengd og meira en hæsti báturinn á listanum 8 til 8,99 metrar að lengd,

Þessi bátur heitir Solveig M-15-GS og þegar þetta er skrifað hefur Solveig veitt 107 tonn í 74 ferðum og flest 4,9 tonn í einni ferð.

 Næsti bátur á eftir Solveigu hefur aðeins veitt um 61 tonn.

Eigandi og skipstjóri á Solveigu er ekki gamall, hann heitir Simen Ohr og er aðeins 20 ára.

 Og þó hann sé bara tvítugur þá er Solveig bátur númer 3 sem Simen er skipstjóri á og hann byrjaði að vera skipstjóri aðeins 16 ára gamall.

Solveig M-15-GS er nýr bátur, er 7,99 metrar á lengd og 4,65 metrar á breidd og úr áli. og í bátnum eru 15 kör frá Sæplasti og hvert kar

tekur um 380 lítra.  8 kör eru í lestinni og 7 eru á  þilfari og það þýðir að Solveig getur komið með allt að 5 tonn af fiski í einni túr.

Vegna þess að Solveig er undir 8 metra langur þá veiðir hann í opnum hópi í Noregi, en getur aðeins veitt um 18 tonn á þorski,

 en getur veitt eins mikið og hann getur á öðrum fisktegundum.

 Ef heildaaflinn í aðrar tegundir er lokið þá verður hann að hætta.

 Þeir veiða frá bænum Kristiansund sem er í Suður Noreri  og Sigurd folland á Averöa tekur  fiskinn frá Solveigu.

Símon er með annan skipverja á Solveigu og þeir veiða eingöngu með neti og eru með um 100 net.

Simen Ohr eigandi og skipstjóri að Solveig



Solveig Pic Simen Ohr