21 þúsund tonna afli frá Norskum skipum

Núna það  sem af er þessu ári , þá hafa uppsjávarskipin að mestu verið við veiðar á kolmuna, nokkur á síld


og fimm fóru á loðnuveiðar, enda var loðnukvótinn ansi litill sem var gefin út

en það hafa ekki bara verið  íslensk uppsjávarskip verið að landa afla hér á landi núna það sem af er þessu ári

því að í tveimur höfnum á Austfjörðum,  þá hafa uppsjávarskip frá Noregi komið með afla, og þá mest af kolmunna

þessar hafnir eru Fáskrúðsfjörður, þar sem Loðnuvinnslan ehf er að taka á móti skipunum þar, 

og Eskifjörður þar sem að Eskja ehf tekur á móti skipunum sem þangað koma

Til Eskifjarðar hafa komið á land af Norsku skipunum 8819 tonn, og er Garðar VL-24-AV aflahæstur

með 2365 tonn í einni löndun,

til Fáskrúðsfjarðar er komið um 12500 tonna afli frá Norsku skipunuim og eru þetta fimm skip 

sem hafa komið með afla til Fáskrúðsfjarðar, og öll hafa landað í eitt skipti.. 

nema Steinevik H-58-AV sem hefur landað tvisvar alls um 3904  tonnum 




Sæti Nafn Afli Landanir Mest Höfn
1 Steinevik H-58-AV 3903.6 2 1996.6 Fáskrúðsfjörður
2 HAVSKJER M-400-A 2516.5 1 2516.5 Fáskrúðsfjörður
3 Gardar H-11-AV 2447.2 1 2447.1 Fáskrúðsfjörður
4 Gardar VL-24-AV 2364.9 1 2364.9 Eskifjörður
5 Hardhaus VL-9-AV 2334.5 1 2334.5 Eskifjörður
6 Østerbris  H-99-AV 2232.7 1 2232.7 Eskifjörður
7 Ola Ryggefjord JXUE 2097.1 1 2097.1 Fáskrúðsfjörður
8 Manon H-26-AV 1887.2 1 1887.1 Eskifjörður
9 Vendla H-4-AV 1533.4 1 1533.4 Fáskrúðsfjörður

P.s ég er skella mér aðeins til Póllands, og því verður lítið skrifað á síðuna , enn ég er að vonast til þess að henda inn 
efni á síðuna 4.mars.


Steinevik mynd Marius Vassnes

Kæru Lesendur.
Aflafrettir.is er rekin alveg að einum manni, mér 
Gísli Reynisson.  sé ég um að skrifa allt efni á síðuna
og margir hafa spurt hvort hægt sé að styrkja mig
og það er hægt . hérna eru upplýsingar 
kt 200875-3709
Bók 0142-15-380889
Takk kærlega fyrir
Gísli Reyniss