230 þúsund skjöl framundan

Jæja þökk sé að Aflafrettir.is eru komnir með ansi góða bakhjarla á síðunni

þá gerir það að verkum að maður getur farið að halda áfram í grúskinu í að safna saman aflatölum 

og núna var ég að ræsa ansi stórt og mikið verkefni,

það er að mynd allar aflaskýrslur frá árinu 1984 til ársins 1990.  

síðan vinna þetta í tölvu og reikna þetta upp.

þessi skjalabunki er gríðarlega stór

hann telur alls um 340 kassa og áætlað er að skjölin séu um 230 þúsund talsins.

ég og Hrefna Björk byrjuðu í dag og náðum að mynda 5 kassa eða alls 3366 skjöl.

og ég set hérna inn 2 skjöl svona til að leyfa ykkur að sjá

Ívar SH NK
fyrra skjalið er Ívar SH ( sem síðar varð Ívar NK) og eins og sést á skjalinu þá var báturinn að fiska ansi vel í apríl 

árið 1990. eða um 53,2 tonn í aðeins 9 róðrum eða 5,9 tonn í róðri.

Athygli vekur að ef skjalið er skoðað þá sést þarna liður sem heitir

Heimalöndunarálag??.  hmm hvað var það hef ekki séð það áður

 Grindvíkingur GK
seinna skjalið er frá Seyðisfirði og sýnir loðnubátinn Grindvíking GK sem landaði loðnu í febrúar árið 1990

þar,  og eins og sést á því skjali þá var aflinn 5922 tonn í 6 löndunum 

ég mun svo henda inn gullmolum af og til þegar ég finn eitthvað athyglisvert

svo að lokum vil ég þakka þeim sem hafa stutt  mig

og ef menn vilja styðja við bakið á mér enn ég fæ reglulega spurningar um hvernig það sé hægt

þá læt ég hérna með upplýsingar um þ að

kt: 200875-3709
bók 0142-15-010472