2714 kominn á veiðar með nýtt nafn. ( Dansk ö)

Núna er nýjasti listinn bátar yfir 21 BT kominn hérna á AFlafrettir, og þar í sæti númer 15 er bátur sem er með sknr 2714.

Þessi bátur er systurbátur Bíldseyjar SH, og Vísir ehf í Grindavík kaupir bátinn frá Sandgerði, en þar hét hann Óli Gísla GK,

Vísir ehf skírir bátinn Sævík GK, og átti samhliða bátnum annan bát sem hét Daðey GK,.

Daðey GK lagt
Núna er búið að leggja Daðey GK og allur kvótinn sem var á Daðey GK er núna komin yfir á 2714.

við síðustu kvótaúthlutun þá var kvótinn á Daðey GK 645 tonn, og á 2714 var kvótinn 1114 tonn,

þetta þýðir að mjög stór og mikill kvóti er núna á 2714, eða hátt í 1800 tonn miðað við þorskígildi, miðað við síðustu kvótaúthlutun

samhliða þessu þá var nafnabreyting á bátnum.

 Dansk ö
Því núna heitir báturinn Fjølnir GK  757

þarna er verið að nota það sem kalla mætti Dansk Ö, sem er skrifað ø.

nokkuð spes að nota þennan bókstaf í nafni bátsins. 

en nafnið Fjölnir á sér langa sögu hjá Vísi ehf, því að fyrsti báturinn sem fyrirtækið gerði út hét Fjölnir ÍS 

og alla tíð hefur alltaf einhver bátur hjá Vísi heitið þessu nafni,  1136 sem áður var Rifsnes SH var þar á undan Fjölnir.

þó svo að 2714 heitir Fjølnir , með þessu danska öi, þá mun ég annaðhvort nota Íslenska öið þegar ég skrifa um bátinn 

eða þá danska

allavega , báturinn hefur hafið veiðar með nýju nafni og er kominn á Neskaupstað.  og hefur landað þar 55,5 tonn í 6 róðrum, mest 13,5 tonn.


Fjölnir GK mynd Gísli Reynisson