2.8 milljónir gesta,2016
Jæja árið 2016 alveg að verða búið.
hellingur af listum og heill haugur af fréttum og myndum sem hafa komið hérna,
og ég fór aðeins í tölurnar um síðuna. og já þær eru ansi merkilegar,
ætla að leyfa ykkur að sjá þær aðeins.
924 færslur
á árið 2016 þá hafa verið birtir samtals 924 frettir, listar og fleira. ansi mikið efni sem ég hef sett inn. þetta jafngildir að ég hafi skrifað eða sett inn 2,5 færslur á dag alla daga ársins,
þið kæru lesendur hafið verið duglegir
2,8 milljónir lesenda
því þessar 924 færslu hafa verið skoðaðar af samtals 2.8 milljónum lesenda í gegnum Facebook síðu Aflafretta.
þetta er rosalega tala 2,8 milljónir. og hérna er þá verið að tala bæði um íslenska og erlenda lesendur síðunnar,
efni af siðunni var deilt 1510 sinnum og samtals voru lækin um 30 þúsund talsins.
Fréttir frá síðunni hafa birst víða. t.d inná ruv.is. vf.is,. bb.is. mbl.is. visir.is og á fleiri stöðum.
ansi skemmtilegar tölur svo ekki sé meira sagt
Aflafrettir eiga lesendur útum allan heim.
því fólk kom á síðuna frá 127 löndum i heiminum.
efst er náttúrlega ísland
2.sæti Noregur.
3.sæti Bretland
4.sæti Bandaríkin.
5.sæti Færeyjar
6.sæti Spánn
7.sæti Holland
8.sæti Danmörk
9.sæti Svíðþjóð
10.Þýskaland
ég get ekki annað enn verið ánægður með þetta ár og ég ætla bara að halda áfram að stækka síðuna.
Set svo inn eina mynd svo þetta verði ekki myndlaus færsla. fór á þessum eina ferð til Ólafsfjarðar með fisk úr Akrabergi ÓF í maí 2015.